Hannaði draumaeldhúsið hjá IKEA

Útkoman er svona þegar karlmaður tekur það að sér að …
Útkoman er svona þegar karlmaður tekur það að sér að hanna rýmið. mbl.is/Andrea Papini

Hvernig lít­ur karl­mann­legt eld­hús út? Við erum að tala um eld­hús hannað af karl­manni sem elsk­ar góðan mat og not­ar eld­húsið sem skap­andi rými og verk­stæði. Þessi út­koma er í það minnsta stór­kost­leg.

Það var inn­an­húss-stílist­inn Hans Blomquist sem skapaði þessa drauma­ver­öld karl­manns­ins í eld­hús­inu úr IKEA inn­rétt­ing­um og fylgi­hlut­um – þar sem maður­inn próf­ar sig áfram og reiðir fram litla smá­rétti upp úr leyni­leg­um upp­skrift­um. Hér er allt inn­an seil­ing­ar, hvort sem um kryd­d­jurtir, potta eða sleif­ar eru að ræða. Dá­sam­legt!

Hér er allt við höndina þegar reiða á fram kvöldmat.
Hér er allt við hönd­ina þegar reiða á fram kvöld­mat. mbl.is/​Andrea Pap­ini
Það var stílistinn Hans Blomquist sem sá um þessa útfærslu. …
Það var stílist­inn Hans Blomquist sem sá um þessa út­færslu. Ótrú­lega skemmti­legt að sjá. mbl.is/​Andrea Pap­ini
mbl.is/​Andrea Pap­ini
mbl.is/​Andrea Pap­ini
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert