Hvað leynist í sófanum þínum?

Finnst þér gott að maula á mat upp í sófa …
Finnst þér gott að maula á mat upp í sófa yfir góðum þætti? mbl.is/Shutterstock

Sóf­inn er ör­ugg­lega eitt mest notaða hús­gagnið á heim­il­inu. Við hend­um okk­ur í sóf­ann eft­ir anna­sam­an dag og tök­um jafn­vel smá snakk með til að hafa það kósí með fjöl­skyld­unni – og við vit­um vel hvar mat­ar­leyf­arn­ar eiga það til að enda.

Þegar sóf­inn tek­ur á móti mat og drykk og jafn­vel gælu­dýr­um er eng­in furða að hann geti breyst í bakt­eríu­bombu. Og það er afar sjald­an sem við tök­um sóf­ann í gegn.

Flest okk­ar þríf­um oft­ar það sem er meira sýni­legt og beint fyr­ir fram­an okk­ur. Á meðan annað gleym­ist því það er ekki eins mikið upp á borðunum eins og leynd­ar­dóm­arn­ir und­ir púðunum í sóf­an­um.

Til að þrífa sóf­ann er best að byrja á því að fjar­lægja alla púða og pull­ur úr sóf­an­um og ryk­suga hann vel. Ef þú ert með tausófa gæt­ir þú þrifið bletti úr með uppþvotta­lögi. Notið þá volgt vant og hrein­an klút og passið að nudda ekki of mikið. Prófið ykk­ur áfram á minna sýni­leg­um stöðum til að byrja með og fikrið ykk­ur áfram.

Sum­ir sóf­ar eru með áklæði sem hægt er að renna af og setja í vél­ina sem er snilld­in ein. Á meðan aðrir eru jafn­vel úr ull­ar­áklæði sem má ekki blotna of mikið, þá gæti hann farið að lykta.

Hreinn og fínn sófi - alveg eins og við viljum …
Hreinn og fínn sófi - al­veg eins og við vilj­um hafa hann. mbl.is/​sofamania.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert