Hvaðan koma páskaeggið og hérinn?

Gleðilega páska!
Gleðilega páska! mbl.is/Shutterstock

Við vitum að á páskum minnast menn þess að Kristur reis upp frá dauðum, en hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaðan hefðirnar með páskahéranum og eggjunum koma?

Eggið á sér margar táknrænar merkingar í tengslum við páska og er tákn um frjósemi og vors. Hér áður fyrr var talað um að fasta á páskunum og þá voru ekki borðuð egg, því voru þau skreytt og fólk gaf hvort öðru.

En hvaðan kemur hérinn inn í myndina? Upprunalegu hugmyndina um páskahérann má rekja alveg  til ársins 1700, þá frá Hollandi og Þýskalandi - en það hafa verið miklar vangaveltur um það af hverju þessi hefð varð til. Talið er að hérinn sé einnig táknrænn fyrir frjósemi og nýtt líf og þar ná eggið og páskahérinn saman. Því er oft sagt að hérinn komi með páskaeggið sem síðar þróaðist í súkkulaðiegg sem við þekkjum svo vel í dag.

Við leyfum myndbandi fylgja með hvernig páskaegginn eru búin til. Gleðilega páska!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert