Toblerone ostakaka með hindberjakeim

mbl.is/Bergind Hreiðarsdóttir

Þetta er það sem við köll­um al­mennt hina full­komnu osta­köku. Hátíðleg og al­gjör­lega frá­bær þannig að hér ætti ekk­ert að klikka. 

Það er meist­ari Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari snilld. 

mbl.is/​Bergind Hreiðars­dótt­ir

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

Vista Prenta

Toblerone ostakaka með hind­berja­keim

  • 1 pk Oreo kex mulið (16 stk)
  • 70 g brætt smjör
  • 500 g Phila­delp­hia rjóma­ost­ur við stofu­hita
  • 170 g syk­ur
  • 1 msk. bök­un­ar­kakó
  • 3 gelat­ín blöð (60 ml vatn)
  • 200 g brætt Toblerone + meira til skrauts
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 250 ml léttþeytt­ur rjómi
  • 125 g maukuð hind­ber + meira til skrauts

Aðferð:

  1. Blandið sam­an muldu Oreo kexi og bræddu smjöri, þrýstið í 20cm spring­form sem búið er að spreyja með matarol­íu­spreyi og setja bök­un­ar­papp­ír í botn­inn. Gott er að þrýsta vel í botn­inn og ör­lítið upp á kant­ana. Kælið í að minnsta kosti klukku­stund.
  2. Leggið gelat­ín­blöð í kalt vatn í nokkr­ar mín­út­ur. Setjið 60 ml af vatni í lít­inn pott og hitið að suðu, vindið þá gelat­ín­blöðin sem eru í kalda vatn­inu og hrærið sam­an við sjóðandi vatnið, einu í einu þar til þau eru öll upp­leyst.
  3. Hellið þá yfir í skál og leyfið að ná stofu­hita.
  4. Þeytið rjóma­ost og syk­ur þar til vel blandað og bætið þá bök­un­ar­kakó sam­an við og hrærið vel.
  5. Bætið gelat­ín­blönd­unni, bræddu Toblerone og vanillu­drop­um sam­an við rjóma­osta­blönd­una og hrærið sam­an.
  6. Að lok­um er þeytta rjóm­an­um vafið sam­an við þar til slétt og fín blanda hef­ur mynd­ast og þá er henni hellt yfir Oreo botn­inn.
  7. Skvettið hind­berjamauk­inu óreglu­lega yfir topp­inn og dragið til með hníf og kælið í að minnsta kosti 3 klst eða yfir nótt þar til ostakak­an verður stíf.
  8. Losið kök­una þá úr form­inu og færið yfir á kökudisk og skreytið með fersk­um hind­berj­um og Toblerone.
mbl.is/​Bergind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert