Innbakaður aspas með brie-osti

Innbakaður aspars eins og hann gerist bestur.
Innbakaður aspars eins og hann gerist bestur. mbl.is/Sæson

Við erum í hámarki árstíðar asparsins sem hefur aldrei verið jafn góður og núna. Það er spennandi að prófa sig áfram með þessa bragðgóðu stöngla og nota þá í smárétti eins og þennan sem við kynnum hér til leiks. Innbakaðir í smjördeig með bragðmiklum osti og þú munt ekki hugsa um neitt annað í langan tíma.

Innbakaður aspars með brie-osti

  • aspars
  • smjördeig fyrir 6
  • 1 brie-ostur
  • egg, til að pensla

Aðferð:

  1. Skerið neðsta hlutann af asparsinum.
  2. Skiptið smjördeiginu í sex jafna hluta og leggið sneið af brie ostinum þar ofan á. Penslið deigið með eggi.
  3. Leggið þrjá aspars-stöngla á hvert smjördeig og lokið saman.
  4. Penslið með eggi og bakið í sirka 12 mínútur við 225° C, þar til gyllt á lit.
  5. Prófið að bæta við vorlauk, cherry-tómötum eða öðru sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert