Saltkaramelludraumur sem bræðir hjörtu

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þessi kaka var svo dá­sam­lega góð og fal­leg!“ seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þessa dá­sam­lega fögru köku.

„Upp­skrift­ina sá ég á síðu sem heit­ir Sug­ar & Sparrow og er þetta núna nýja upp­á­halds­síðan mín og ég þarf klár­lega að prófa fleiri upp­skift­ir og hug­mynd­ir þaðan!“

„Það tek­ur smá tíma að út­búa þessa en það er hægt að út­búa botn­ana með fyr­ir­vara og frysta og líka kara­mell­una og geyma í ís­skáp því hana má alltaf hita aðeins upp til þess að fá í fljót­andi form aft­ur.“

mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir

Saltkaramelludraumur sem bræðir hjörtu

Vista Prenta

Salt­kara­mellu­draum­ur 

Kak­an

  • 390 g smjör við stofu­hita
  • 200 g púður­syk­ur
  • 270 g syk­ur
  • 2 egg
  • 520 g hveiti
  • 2 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 ½ tsk. salt
  • 3 tsk. kanill
  • 1 tsk. múskat
  • 800 ml eplamauk (barna­mauk)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn 185°C
  2. Spreyið 3 x 15 cm köku­form með matarol­íu­spreyi og setjið bök­un­ar­papp­ír í botn­inn.
  3. Þeytið sam­an smjör og báðar teg­und­ir af sykri þar til létt og ljóst.
  4. Bætið eggj­un­um sam­an við einu í einu og skafið vel niður á milli.
  5. Setjið öll þur­refn­in í skál og blandið sam­an og setjið út í skál­ina til skipt­is við eplamaukið og skafið niður eft­ir þörf­um.
  6. Skiptið jafnt í formin þrjú og sléttið vel, at­hugið að deigið er mjög þykkt.
  7. Bakið í 50-60 mín­út­ur eða þar til prjónn kem­ur hreinn út.
  8. Kælið þá al­veg og jafnið topp­inn með hníf/​köku­skera. Takið síðan hvern botn í tvennt svo úr verða sex þynnri botn­ar.

Salt­kara­mella

Dug­ar í kremið, drippið og til að hjúpa nokk­ur epli

  • 400 g syk­ur
  • 200 g smjör við stofu­hita
  • 270 ml rjómi
  • 1 ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Hafið öll hrá­efn­in til­bú­in í upp­hafi þar sem hræra þarf stans­laust í blönd­unni.
  2. Setjið syk­ur­inn í pott og hitið á meðal­há­um hita þar til hann er bráðinn og hrærið stans­laust í með sleif á meðan (þetta tek­ur um 6-8 mín­út­ur).
  3. Setjið smjörið sam­an við syk­ur­inn (það mun bubbla aðeins og það er allt í lagi) og hrærið vel þar til blandað.
  4. Blandið rjóm­an­um þá út í pott­inn og hrærið vel þar til blandað. Hér bubbl­ar aft­ur og það má hækka hit­ann í 1-2 mín­út­ur á því stigi og síðan taka af hell­unni og setja saltið sam­an við.
  5. Gott er að hella kara­mell­unni í aðra skál (ég setti strax 120 ml í mæliglas fyr­ir kremið og rest­ina í stærri skál).
  6. Kara­mell­an þarf að ná stofu­hita og þá má nota hana í kremið, drippið og fyr­ir kara­mellu­epl­in.
  7. Ef hún verður of þykk áður en þið gerið drippið þá má setja hana 10-15 sek á meðal­hita í ör­bylgju­of­inn og hræra upp aft­ur (hún má samt vera frek­ar þykk þar sem hún lek­ur merki­lega vel niður þó hún sé þannig).

Salt­kara­mellukrem

Til þess að setja milli laga og grunn­hjúpa kök­una.

  • 230 g smjör við stofu­hita
  • 480 g flór­syk­ur
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 120 ml kara­mellusósa (sjá upp­skrift að ofan)

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
  2. Bætið flór­sykr­in­um sam­an við í nokkr­um skömmt­um.
  3. Setjið vanillu­drop­ana og kara­mellusós­una sam­an við og blandið vel.
  4. Smyrjið jöfnu magni á milli lag­anna og grunn­hjúpið kök­una með þunnu lagi.

Hvítt krem

Til þess að hjúpa kök­una með í lok­in

  • 2 x Betty Crocker Vanilla frost­ing
  • 200 g flór­syk­ur

Hrærið vel sam­an í hræri­vél­ar­skál­inni og smyrjið 1 cm þykku lagi um alla kök­una til að hjúpa hana.

Skraut

  • 2 pok­ar „Til ham­ingju“ hakkaðar hesli­hnet­ur
  • 1 epli til þess að setja á topp­inn og 3-4 til að eiga auka­lega með kara­mellu
  • Rest­in af salt­kara­mell­unni

Aðferð:

  1. Takið fulla lúku af hökkuðum hesli­hnet­um og leggið lóf­ann upp að neðsta hluta kök­unn­ar og þrýstið létt að. Gott er að hafa ofnskúffu und­ir til að grípa hnet­urn­ar sem detta niður og nota þær síðan aft­ur. End­ur­takið þar til þið hafið náð „hnetu­hringn­um“ neðst á kök­unni eins og þið viljið hafa hann.
  2. Hellið kara­mellu í nokkr­um litl­um skömmt­um yfir topp­inn og leyfið henni að leka aðeins niður hliðarn­ar, var­ist að setja of mikið fram af brún­inni því kara­mell­an mun leka vel niður.
  3. Dýfið að lok­um epl­inu í kara­mellu­bráðina svo það hjúp­ist al­veg og komið fyr­ir á miðri kök­unni.
  4. Stráið þá hesli­hnet­um upp á eplið og þar í kring.
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert