Átta skref að skínandi eldhúsi

Hversu hreint er eldhúsið þitt?
Hversu hreint er eldhúsið þitt? mbl.is/Getty Images

Þegar við þríf­um heima hjá okk­ur, eig­um við það til að reyna að „sleppa“ eins vel frá eld­hús­inu og við mögu­lega get­um. Því við tök­um jú til og þurrk­um þar af eft­ir hverja máltíð. En er það nóg?  Ein­hverj­ir myndu svara ját­andi á meðan aðrir vita að svo er ekki raun­in. Því það er alls kyns fita og blett­ir sem okk­ur yf­ir­sést án þess að taka mikið eft­ir því.

Háf­ur­inn
Sían í háfn­um get­ur orðið ansi fitug og skít­ug, því er mik­il­vægt að þrífa hana í það minnsta einu sinni í mánuði. Þetta er nauðsyn­legt að gera ef þú vilt að hún vinni sína vinnu eins og henni ber skylda til að gera og forðast það að eld­húsið þitt muni lykta eins og á ham­borg­arastað eft­ir eina máltíð. Í flest­um til­fell­um get­ur þú sett sí­una í uppþvotta­vél­ina eða lagt hana í sjóðandi heitt sápu­vatn.

Ofn­inn
Hraða út­færsl­an er að smyrja ofn­inn með brúnsápu og kveikja á ofn­in­um á 50°, í sirka hálf­tíma. Hér eft­ir er hann þrif­inn með heitu vatni. Þú get­ur líka sleppt því að kveikja á ofn­in­um og látið frek­ar brúnsáp­una virka yfir nótt. Mundu bara að vera í hönsk­um þegar þú smyrð brúnsáp­unni á.

Bök­un­ar­plöt­ur
Bök­un­ar­plöt­ur og rist má sann­ar­lega þrífa. Best er að leggja þetta í bleyti yfir nótt og blanda þá sam­an vatni, uppþvotta­legi og sal­miak­spi­rit­us. 5 l af vatni, ½ dl uppþvotta­lög­ur og ½ dl sal­miak­spi­rit­us. Þetta mun lykta, en þetta virk­ar.

Ísskáp­ur­inn
Edik og sítr­ónu­vatn er það besta í þessu til­viki. Munið bara að þurrka yfir með rök­um hrein­um klút.

Skúff­ur
Það er ekk­ert vit í að leggja hrein hnífa­pör aft­ur ofan í skúffu sem er skít­ug. Svo muna að þrífa hnífa­para­skúff­una reglu­lega.

Vask­ur
Skít­ug­ur vask­ur er para­dís fyr­ir bakt­erí­ur og stund­um gleym­um við að þrífa hann al­menni­lega. Hér er gott að nota lyfti­duft sem þú leys­ir upp í smá vatni og nudd­ar vaskinn að inn­an. Notið því næst hrein­an klút til að strjúka yfir. En at­hugið, þið gætuð þurft að nota svamp til að þrífa í kring­um niður­fallið.

Örbylgju­ofn
Skál af vatni með sítr­ónusafa eða sítr­ónu­skíf­um á full­um hita í nokkr­ar mín­út­ur, þannig að vatnið nái að sjóða. Leyfið því næst skál­inni að bíða í nokkr­ar mín­út­ur inni í ofn­in­um áður en þú þurrk­ar öll óhrein­indi bak og burt.

Vegg­ir
Hvort sem þú ert með málaða veggi, flís­ar eða ann­ars kon­ar klæðningu eru vegg­irn­ir al­veg ör­ugg­lega skít­ug­ir. Fita og önn­ur óhrein­indi er gjörn á að slett­ast á ólík­leg­ustu staði.

mbl.is/​Maria Siriano
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert