Ný matarupplifun í dýragarðinum í Kaupmannahöfn

Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn var að opna þrjá nýja matsölustaði.
Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn var að opna þrjá nýja matsölustaði. mbl.is/København Zoo

Ef þú átt leið hjá um dýragarðinn í Kaupmannahöfn, kannski til að kíkja nýju krúttlegu pandabirnina Mao Sun og Xing Er - þá getum við bent þér á nýja matarupplifun sem þar er að finna. Þessi 160 ára skemmtigarður var að opna hvorki meira né minna en þrjá nýja matsölustaði á svæðinu.

Sjálfbærni, gott hráefni og handverk eru einkunnarorð staðanna þriggja, en það er Madkastellet sem stendur á bak við staðina. Þeir bjóða upp á rétti sem eiga að henta öllum á mismunandi verðbilum.

Á veitingastaðnum FOLK muntu finna ekta danskan mat, smørrebrød og tartalettur, ásamt flottum barnamatseðli.

Botanik er annar staður og er staðsettur við hliðiná kameldýrunum. Hér getur þú notið grænmetis morgunverðarplatta með súrdeigsbrauði. Gætt þér á nýju grilluðu grænmeti með eplaböku, rifnum osti og bókhveiti. Og eins og hver annar Vesterbro-hipster, þá færðu þér nýpressaðan djús, kaffi, jafnvel kökusneið eða annað ljúffengt sem er á matseðli Botanik. Hér leggur eldhúsið mikla áherslu á að minnka matarúrgang.

Ef þú elskar litlu svart-hvítu hnullana sem pöndur eru, þá er Bistro PanPan staðurinn fyrir þig að heimsækja. Hér getur þú fylgst með er pandabirnirnir rölta rólega framhjá glerinu sem þú situr við og snæðir matinn. Á matseðlinum má m.a. finna asíska og franska rétti eins og saltaðan og brenndan lax með yuzu eða wasabi ís, svo eitthvað sé nefnt.

Veitingastaðurinn FOLK, er með mat við allra hæfi.
Veitingastaðurinn FOLK, er með mat við allra hæfi. mbl.is/København Zoo
Tartalettur í almennilegri stærð.
Tartalettur í almennilegri stærð. mbl.is/København Zoo
Bistro PanPan er staðurinn fyrir þig ef þig langar að …
Bistro PanPan er staðurinn fyrir þig ef þig langar að fylgjast með svart-hvítum pandabirnum leika sér á meðan þú borðar. mbl.is/Julie Dorthea Bøge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka