Salatið sem þú borðar á skuldadögum

Við erum alltaf til í salat sem þetta - litríkt …
Við erum alltaf til í salat sem þetta - litríkt og gott. mbl.is/Ethan Calabrese

Þetta er sal­atið sem þú vilt borða eft­ir páska-át-veislu síðustu daga. Mörg okk­ar misstu sig í súkkulaði og sós­um - gerðu vel við sig í mat og drykk (og gott bet­ur en það), og nú er komið að skulda­dög­um til að rétta kropp­inn af. Þá er þetta sal­at að fara minnka sam­visku­bitið ef eitt­hvað er.

Salatið sem þú borðar á skuldadögum

Vista Prenta

Sal­atið sem þú borðar á skulda­dög­um (fyr­ir 4-6)

  • 1/​3 bolli rauðvín­se­dik
  • 1 msk. Dijon sinn­ep
  • 2/​3 bolli ólífu­olía
  • sjáv­ar­salt
  • svart­ur pip­ar
  • 1 romain sal­at, skorið
  • 4 harðsoðin egg, skor­in í báta
  • 340 g kjúk­ling­ur, eldaður og skor­inn í bita
  • 8 sneiðar bei­kon
  • 1 avoca­do, skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • 115 g gráðost­ur
  • 140 g cherry tóm­at­ar, skorn­ir í helm­inga
  • 2 msk. saxaður graslauk­ur

Aðferð:

  1. Búið til dress­ingu með því að blanda sam­an ed­iki, sinn­epi, olíu og kryddið með salti og pip­ar.
  2. Dreifið kál­inu á stór­an disk, raðið því næst eggj­um, kjúk­ling, bei­koni, avoca­do, gráðosti og cherry tómöt­um.
  3. Saltið og piprið. Hellið dres­ingu yfir og stráið graslauk yfir í lok­in.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert