Og þess vegna borðum við hýðið á kíví

Borðar þú loðna hýðið á kíví?
Borðar þú loðna hýðið á kíví? mbl.is/Shutterstock

Kívi er bragðmikill og góður ávöxtur á stærð við hænuegg. Bragðið minnir á blöndu af jarðarberjum og stikilsberjum og er hann vinsæll hjá fólki á öllum aldri. Það er ekki til siðs að borða brúna loðna hýðið á kíví en það er kannski eitthvað sem við þurfum að endurskoða?

Við eigum alls ekki að láta hýðið fara til spillis, enda fullt af vítamínum og trefjum ásamt miklu magni af flavonoid, sem hefur mikilvæg áhrif á kroppinn og virkar sem andoxunarefni á líkamann. Þú einfaldlega skolar kívíinn og skerð hann í sneiðar ef þér finnst skrítið að borða hann í heilu lagi með hýðinu.

Nokkur atriði um kívi

  • Kíví inniheldur mikið magn af C-, A- og E-vítamínum. Eins magnesíum og kalíum.
  • Fyrst var kíví kallað kínversk stikilsber sem passar bæði bragðinu og uppruna þess. En eftir seinni heimsstyrjöldina fékk ávöxturinn nafnið „kíví“ í Nýja-Sjálandi, í höfuðið á landsfuglinum þeirra kiwi.
  • Kíví er ræktaður víðs vegar um heiminn en þó mest á Ítalíu, íí Bandaríkjunu og einnig á Spáni og í Frakklandi.
  • Ef ávöxturinn er ekki alveg þroskaður (harður) má láta hann standa á eldhúsborðinu og þá ætti hann að mýkjast.
  • Þegar kíví er þroskaður getur hann geymst í nokkrar vikur í ísskáp.
  • Það má frysta kíví, bara að skræla hann fyrst.
Kíví hlaut nafn sitt frá landsfugli Nýja-Sjálands, sem ber nafnið …
Kíví hlaut nafn sitt frá landsfugli Nýja-Sjálands, sem ber nafnið kiwi. mbl.is/Ecobirdy.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert