Kjúklingaskál með kókos-hrísgrjónum

Hleypið okkur að þessari girnilegu skál, núna!
Hleypið okkur að þessari girnilegu skál, núna! mbl.is/Howsweeteats.com

Rétt­ir sem þessi eru al­gjört augnayndi auk þess sem þeir bragðast eins og sæl­gæti. Hér er öllu raðað sam­an í fal­lega skál eins og nýt­ur mik­illa vin­sælda þessi dægrin. Við kynn­um hér ein­stak­lega góða skál sem inni­held­ur mar­in­eraðan kjúk­ling með kó­kos­hrís­grjón­um, ásamt lit­ríku græn­meti.

mbl.is/​Howsweeteats.com

Kjúklingaskál með kókos-hrísgrjónum

Vista Prenta

Kjúk­linga­skál með kó­kos-hrís­grjón­um

  • 700 g kjúk­linga­bring­ur
  • 3 msk. sojasósa
  • 2 msk. púður­syk­ur
  • 2 msk. ses­a­mol­ía
  • 1 msk. chili hvít­laukssósa
  • 2 hvít­lauksrif, mar­in
  • 1 tsk. rif­inn engi­fer

Kó­kos-hrís­grjón:

  • 1½ bolli jasmín-hrís­grjón
  • 1½  bolli kó­kos­mjólk
  • ½ bolli kó­kos­vatn
  • ¼ tsk. salt
  • 1½ msk. kó­kosol­ía

Fyr­ir skál­ina:

  • 4 vor­lauk­ar, fínt skorn­ir
  • 3 stór­ar gul­ræt­ur, skorn­ar í strimla
  • 2 boll­ar rauðkál, skorið
  • 1-2 avoca­do, skorið í þunn­ar sneiðar
  • 2 msk. ristuð ses­am­fræ
  • ¼ bolli stein­selja
  • 1 lime

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­ling­inn í poka. Pískið sam­an í skál sojasósu, sykri, ses­a­mol­íu, hvít­laukssósu, hvít­lauk og engi­fer. Hellið blönd­unni yfir kjúk­ling­inn. Gott er að gera þetta í það minnsta hálf­tíma áður en kjúk­ling­ur­inn er eldaður eða deg­in­um áður.
  2. Kó­kos­hrís­grjón: Hitið pönnu á meðal­hita og setjið hrís­grjón út á pönn­una ásamt kó­kos­mjólk, kó­kos­vatni og salti. Hrærið í og látið suðuna koma upp. Lækkið þá í hit­an­um og látið malla í 30 mín­út­ur þar til vökvinn hef­ur gufað upp. Hrærið aðeins í hrís­grjón­un­um með gaffli og bætið kó­kosol­í­unni út í.
  3. Grillið annaðhvort kjúk­ling­inn eða setjið í ofn á 220°C í 30 mín­út­ur (at­hugið samt hvort hann sé til­bú­inn eft­ir þann tíma). Leyfið kjúk­lingn­um að hvíla í 10 mín­út­ur áður en þú skerð hann niður.
  4. Setjið kó­kos­hrís­grjón á botn­inn á skál, því næst kem­ur avoca­do, rauðkál, gul­ræt­ur, vor­lauk­ur og smá stein­selja.
  5. Toppið með kjúk­lingn­um ásamt nokkr­um avoca­do-sneiðum. Stráið ristuðum ses­am­fræj­um yfir og kreistið lime yfir allt sam­an.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

- - -

mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert