Rjómatertan sem á enga sína líka

mbl.is/María Gomez

Hér erum við með eitt­hvað al­gjör­lega splunku­nýtt og höld­um vart vatni af spenn­ingi. Þessi kaka er úr smiðju hinn­ar spæn­skættuðu Maríu Gomez á Paz.is en hún seg­ir að kak­an eigi enga sína líka. Efsta lagið minni á Créme Bru­lee og kak­an sé fyllt með ofboðslega góðu kremi sem sé aðallega gert úr rjóma. 

„Ég lofa að þessi upp­skrift er ofboðslega auðveld og fljót­gerð og þið munuð varla trúa því hvað er létt að gera svona góða tertu. Það eina sem er mik­il­vægt að eiga er brenn­ari til að brenna syk­ur­inn ofan á, en hann er orðið hægt að fá mjög ódýr­an jafn­vel í mat­vöru­versl­un­um,“ seg­ir María um kök­una. 

mbl.is/​María Gomez

Rjómatertan sem á enga sína líka

Vista Prenta

Tarta de San Marcos

Svamp­botn

  • 2 egg
  • 70 g syk­ur
  • 30 g hveiti
  • 35 g kart­öfl­umjöl
  • 1 tsk. lyfti­duft

Aðferð:

  1. Egg­in þeytt vel og sykri síðan bætt við meðan er að þeyt­ast
  2. Egg og syk­ur þeytt mjög vel þar til það er orðið ljóst og loft­kennt þá er slökkt á hræri­vél­inni
  3. Hveiti, lyfti­duft og kart­öfl­umjöl er svo sigtað sam­an út í skál­ina.
  4. Blandið var­lega við deigið með sleif, passið að hræra ekki á fullu held­ur blanda mjög var­lega sam­an með sleif­inni svo loftið fari ekki úr, þannig verður svamp­botn­inn létt­ur og svamp­kennd­ur
  5. Deigið er svo sett í smurt tertu­form. Ég notaðist við 21 cm form (sker svo svamp­inn fyr­ir miðju til að fá tvö örþunna botna) Ef þið viljið nota stærra form ráðlegg ég ykk­ur að tvö­falda þessa upp­skrift og setja í tvö stærri form eins og 26 cm en hún er best með 21 cm form­inu
  6. Bakið í 12-17 mín­út­ur (byrjið á 12 mín­út­um). Fyrstu 5 mín­út­urn­ar er deigið bakað við 200°C en síðan við 185°C rest­ina af tím­an­um með blæstri
  7. Stingið í miðjan botn­inn með prjóni og ef ekk­ert kem­ur á prjón­inn er botn­inn til­bú­inn ef deig kem­ur á hann er gott að bæta við þess­um 5 auka­mín­út­um

Syk­ur­vatn til að bleyta svamp­botn­ana:

  • 1 dl soðið vatn
  • 1 msk. syk­ur
  • 1/​2 tsk. vanillu­extrakt eða drop­ar
Öllu blandað sam­an og hrært vel í. (Getið líka notað safa af per­um úr dós sem dæmi).

Fyll­ing

  • 750 ml rjómi
  • 200 gr. flór­syk­ur
  • 3 msk. bök­un­ar­kakó
  • 1/​2 tsk. Cream of Tart­ar

Aðferð:

  1. Setjið í hræri­vél­ar­skál rjóma, flór­syk­ur og cream of tart­ar
  2. Þeytið vel þar til rjóm­inn er orðinn stíf­ur
  3. Skiptið þá krem­inu í tvennt
  4. Hafið ann­an helm­ing­inn eins og hann er og bætið 3 msk. af bök­un­ar­kakói í hinn helm­ing­inn og hrærið var­lega sam­an með sleikju
  5. Geymið í ís­skáp meðan næsta skref er gert

Yema qu­emada (efsta lagið á tert­unni)

  • Tvö egg
  • 10 gr. Maizena-mjöl
  • 140 gr. strá­syk­ur
  • 60 ml vatn
  • Auka­syk­ur ofan á til að brenna

Aðferð:

  1. Brjótið egg­in í skál og hrærið vel í með gaffli
  2. Setjið svo egg­in í gegn­um sigti til að taka alla köggla
  3. Bætið svo rest­inni af inni­halds­efn­un­um í skál­ina og hrærið mjög vel þar til allt er leyst upp og blandað vel sam­an
  4. Setjið þá allt sam­an í pott og látið byrja að sjóða en hrærið stöðugt í á meðan, og líka meðan er að sjóða
  5. Bland­an á að þykkna dáldið vel en þegar hún er orðin vel þykk er gott að setja hana í skál og halda aðeins áfram að hræra í smá­stund

Tert­an sett sam­an

  1. Byrjið á að skera svamp­botn­inn í tvennt fyr­ir miðju til að fá tvo þunna örþunna botna
  2. Setjið nú ann­an helm­ing­inn á disk og dreitlið smá syk­ur­vatni yfir (passa ekki samt drekkja hon­um bara dropa yfir hér og þar)
  3. Sprautið eða smyrjið með hníf hvíta krem­inu á botn­inn
  4. Setjið svo súkkulaðikremið þar ofan á
  5. Dreitlið svo smá syk­ur­vatni á hinn helm­ing­in af svamp­in­um og leggið ofan á súkkulaðikremið
  6. Smyrjið svo Yema qu­emada-krem­inu ofan á
  7. Stráið að lok­um strá­sykri ofan á efsta lagi og brennið með brenn­ara, setjið þykkt lag af sykri og brennið vel
  8. Skreytið svo eins og ykk­ur lyst­ir eða bræðið smá dökkt súkkulaði og látið ofan á eins og þræði ef þið viljið

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert