Langbesta leiðin til að þrífa gluggana

Það er kominn tími til að þrífa gluggana eftir veturinn, …
Það er kominn tími til að þrífa gluggana eftir veturinn, ertu með? mbl.is/Getty Images

Sam­kvæmt er­lend­um lang­tíma­veður­spám er stór­kost­legt sum­ar fram und­an og því ekki seinna vænna en að þrífa glugg­ana og gera fínt fyr­ir gleðina. 

Hér eru skot­held­ar aðferðir til að gluggaþvott­ur­inn heppn­ist sem best:

Kalk­frítt vatn
Ef það er mikið kalk í vatn­inu þar sem þú býrð er vatnið úr kran­an­um kannski ekki al­veg rétta málið. Þá get­ur hjálpað að setja smá­veig­is af ed­iki út í vatnið.

Þín eig­in sápu­blanda
Búðu til þína eig­in blöndu með 5 l af vatni, 1 msk. af uppþvotta­legi (lit­laus­um) og 1 tappa af salmí­ak­spír­it­us. Og gerið blönd­una með köldu eða volgu vatni, ekki heitu sem guf­ar mun fyrr upp á gler­inu.

Bíddu eft­ir rétta augna­blik­inu
Þvoðu glugg­ana þegar glugg­arn­ir liggja í skugga og sól­in er fjarri góðu gamni. Sól­in þurrk­ar nefni­lega rúðuna mun fyrr en ann­ars, og jafn­vel svo fljótt að þú nærð varla að þrífa hana al­menni­lega áður en hún þorn­ar.

Skrúbbaðu
Ef það eru blett­ir á rúðunni skaltu nota svamp til að skrúbba. Þess þarf ef­laust eft­ir lang­an vet­ur.

Skafðu
Best er að nota sköfu til að taka sápu­vatnið og þrífa glugg­ana. Byrjið efst í vinstra horni og færið ykk­ur yfir í hægra hornið. Hér snýst allt um að vera soldið snögg­ur í snún­ing­um og þurrka reglu­lega af sköf­unni inn á milli.

Gaml­ir klút­ar
Notaðu gamla klúta og viska­stykki þegar þú þurrk­ar af­gang­inn af vatn­inu af rúðunni. Nýir klút­ar draga ekki eins vel í sig eins og þeir gömlu. Eitt sinn var talað um að nota dag­blöð til að þurrka rúðurn­ar en það er víst liðin tíð.

Að lok­um
Munið að þrífa líka glugga­kist­urn­ar þegar þið takið glugg­ana að inn­an, sem eru ör­ugg­lega orðnar skít­ug­ar eft­ir öll þessi þrif á gler­inu.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert