Rice Krispies kökur sem slá alltaf í gegn

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Ef ein­hver er meist­ari í partý- og veislu­mat þá er það Berg­lind okk­ar Hreiðars á Gotteri.is. Hér er hún með skot­helda upp­skrift að hrís­kök­um sem eru mögu­lega það vin­sæl­asta á veislu­borðum lands­manna. En oft eru þær ekki al­veg nógu góðar og þá er gott að hafa 100% upp­skrift að styðjast við svo maður lendi ekki í rugl­inu.

Það er nú gott að þess­ar dúll­ur eru ekki bara páska­leg­ar held­ur sum­ar­leg­ar líka svo hér kem­ur upp­skrift­in fyr­ir ykk­ur og ég er ekki að grín­ast en það tek­ur svona 15 mín­út­ur að út­búa þessi dá­sam­leg­heit!

Rice Krispies kök­ur sem slá alltaf í gegn

Vista Prenta

Hrís­kök­ur með lakk­rísí­vafi

  • 80 g smjör
  • 100 g 70% súkkulaði
  • 200 g rjómasúkkulaði með saltlakk­rís­flög­um og sjáv­ar­salti
  • 350 g sýróp (Lyle‘s)
  • Rice Krispies
  1. Prenta
    Bræðið sam­an smjör, báðar teg­und­ir af súkkulaði og sýróp við meðal­há­an hita þar til þykk blanda hef­ur mynd­ast.
  2. Prenta
    Leyfið blönd­unni að „bubbla“ í um eina mín­útu og takið þá af hit­an­um og leyfið að standa í um 10 mín­út­ur.
  3. Prenta
    Bætið Rice Krispies sam­an við í litl­um skömmt­um og hrærið vel á milli. Gott er að hafa vel af súkkulaðiblöndu svo var­ist að setja of mikið Rice Krispies.
  4. Prenta
    Skiptið niður í pappa­form og kælið í að minnsta kosti 30 mín­út­ur.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert