Spínatbaka sem er algjört æði

Baka í hollari kantinum sem inniheldur spínat og lax.
Baka í hollari kantinum sem inniheldur spínat og lax. mbl.is/Spisbedre.dk

Svona bök­ur sem þessi eru garg­andi snilld – auðveld­ar í fram­kvæmd og frá­bær til­breyt­ing á kvöld­verðar­borðið. Þessi holla baka inni­held­ur spínat, lax og furu­hnet­ur sem setja al­gjör­lega punkt­inn yfir i-ið.

Spínatbaka sem er algjört æði

Vista Prenta

Spínatbaka með laxi og furu­hnet­um (fyr­ir 4)

Botn:

  • 100 g heil­hveiti
  • 50 g haframjöl
  • 25 g hveiti
  • ½ tsk. salt
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. sýrður rjómi 18%
  • ½ dl kalt vatn

Spínatfyll­ing:

  • 300 g ferskt spínat
  • 1 tsk. ólífu­olía til að steikja
  • 200 g fersk­ur lax
  • Ferskt dill
  • 3 egg
  • ½ dl sýrður rjómi 18%
  • 200 g kota­sæla
  • ½ sítr­óna
  • ½ tsk. þurrkaðar chili­f­lög­ur
  • salt og pip­ar
  • 30 g furu­hnet­ur

Aðferð:

Botn:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C. Blandið sam­an heil­hveiti, haframjöli, hveiti og salti í skál. Hrærið olíu og sýrðum rjóma út í. Bætið kalda vatn­inu út í smátt og smátt þar til deigið er orðið slétt og fínt.
  2. Þrýstið deig­inu í smurt tertu­form (24 cm) með fingr­un­um, þannig að deigið fylli bæði botn og kanta. Stingið í botn­inn með gaffli og bakið í ofni í 10 mín­út­ur.

Spínatfyll­ing:

  1. Skolið og þurrkið spínatið. Hitið pönnu með olíu og steikið spínatið í nokkr­ar mín­út­ur þar til það skrepp­ur sam­an.
  2. Skerið lax­inn í ten­inga. Hakkið dillið fínt og rífið með rif­járni börk­inn á sítr­ón­unni. Pískið egg, sýrðan rjóma, kota­sælu og dill sam­an í skál og kryddið blönd­una með rifn­um sítr­ónu­berki, chili­f­lög­um, salti og pip­ar.
  3. Dreifið spínati og laxi yfir tertu­botn­inn og hellið eggja­blönd­unni yfir. Dreifið furu­hnet­um yfir.
  4. Bakið í ofni í 35 mín­út­ur eða þar til bakað í gegn og eggja­bland­an er ekki leng­ur fljót­andi.
  5. Ber­ist strax fram og jafn­vel með lit­ríku og góðu sal­ati.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert