Hið frábæra RIG-TIG sem er merki undir vel þekkta framleiðandanum Stelton er enn og aftur með nýjar freistingar fyrir okkur sem fáum aldrei nóg.
RIG-TIG stendur fyrir að allt eigi að virka fullkomlega á meðan eldamennskan stendur yfir en nafnið þýðir í raun „allt eins og það á að vera“.
Það sem nýjungarnar hafa að geyma eru meðal annars pískari, steikarspaði, töng og skeiðar í afskaplega fögrum ljósgrænum lit. Ásamt sítruslitaðri könnu og karöflu þar sem áferðin og lögun taka mann aftur til ársins 1950. Það verður ekki mikið sumarlegra en þetta.