Eru þetta bollakökur ársins?

mbl.is/Linda Ben

Þess­ar bolla­kök­ur eru al­gjört æði svo ekki sé fast­ar að orði kveðið. Rjóma­ost­ur, sítr­óna og blóðapp­el­sín­ur eru hin full­komna blanda og þess­ar verða klár­lega bakaðar á nokkr­um heim­il­um um helg­ina. 

Það er eng­in önn­ur en Linda Ben sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift en hún seg­ir að það séu kom­in nokk­ur ár síðan hún bakaði bolla­kök­ur síðast. „Það er svo fyndið hvernig kök­ur fara í tísku og þá sér maður nán­ast ekk­ert annað en svo detta þær bara úr tísku og eng­um dett­ur í hug að baka þær. Þannig var þetta ein­mitt með bolla­kök­urn­ar fyr­ir nokkr­um árum þegar þær voru hvað mest í tísku. Það rifjaðist þó upp fyr­ir mér þegar ég bakaði þess­ar bolla­kök­ur, hvað þetta er þægi­leg neyslu­stærð á kök­um. Full­komið í veisl­ur þar sem ekki þarf að skera neina köku og hver get­ur bara fengið sér eina eða tvær bolla­kök­ur,“ seg­ir Linda.

Eru þetta bollakökur ársins?

Vista Prenta

Sítr­ónu-, ólífu­olíu-bolla­kök­ur með blóðapp­el­sínu-rjóma­ostakremi

  • 6 dl hveiti
  • 4 ½ dl syk­ur
  • 3 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt
  • börk­ur af ½ sítr­ónu
  • 240 ml mjólk
  • 120 ml ólífu olía
  • 1 msk. sítr­ónu­drop­ar
  • 2 stór egg
  • 1 dl vatn

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 175°C.

  2. Blandið öll­um þur­refn­un­um sam­an í skál og geymið.

  3. Blandið sam­an öllu öðru, fyr­ir utan vatnið, í skál og þeytið sam­an.

  4. Bætið þur­refn­un­um út í blautu efn­in hægt og ró­lega og bætið vatn­inu út í líka ró­lega, deigið verður al­veg svo­lítið þunnt. Setjið papp­írs­form í bolla­köku­ál­bakka og fyllið svo formin upp 2/​3 af form­inu. Bakið í 15-18 mín. eða þar til þær eru bakaðar í gegn.

Blóðapp­el­sín­ur­jóma­ostakrem

  • 200 g Phila­delpia
  • 200 g smjör, mjúkt
  • 600 g flór­syk­ur (meira ef þér finnst kremið of þunnt)
  • Safi úr ½ blóðapp­el­sínu

Aðferð

  1. Setjið rjóma­ost og smjör í skál og þeytið mjög vel sam­an, bætið því næst flór­sykr­in­um og þeytið mjög vel sam­an. Þegar kremið er orðið létt, mjúkt og kekkjalaust kreistið blóðapp­el­sín­una út í, endi­lega rífið smá af kjöt­inu með því þá verður kremið svo fal­legt.

  2. Sprautið krem­inu á kök­urn­ar með opn­um stór­um stjörnu­stúti og skreytið með berj­um.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

- - -

mbl.is/​Linda Ben
mbl.is/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert