Hressandi lax sem bjargar geðheilsunni

mbl.is/Fiskur í matinn

Það er vænt­an­lega mánu­dag­ur í fleir­um en mér og því er nauðsyn­legt að hressa sig við þegar allt virðist ein­hvern veg­inn aðeins erfiðara en oft áður.

Fyr­ir ykk­ur hin sem eruð að springa úr hress­leika þá virk­ar þessi upp­skrift líka en ég vil meina að þetta sé hin full­komna blanda hugg­un­ar- og heilsu­fæðis. Ljúf­fengt, gott og geggjað fyr­ir kropp­inn.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Leifs Kol­beins á La Prima­vera.

Hressandi lax sem bjargar geðheilsunni

Vista Prenta

Steikt­ur lax með fenník­u­sal­ati og raita-sósu

  • 800 g lax

Fenn­elsal­at

  • 1 góður fenn­el, skor­in. eins þunnt og hægt er
  • Safi úr ½ sítr­ónu
  • Salt og pip­ar
  • ½ rauður chili
  • 2 msk. jóm­frúarol­ía 

Raita-sósa

  • 1 meðal­stór ag­úrka
  • 300 ml hein jóg­úrt
  • Ögn af chili-fræj­um 
  • ¼ tsk. mulið kórí­and­er
  • 60 g rauðlauk­ur, fínsaxaður
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 3 msk. fersk minta, fín­söxuð
  • Svart­ur pip­ar, nýmul­inn

Aðferð:

Fenn­elsal­at: Öllu blandað vel sam­an í skál og geymt í u.þ.b.10 mín.

Raita-sósa: Ag­úrk­an er skræld, skor­in eft­ir endi­löngu og kjarn­inn tek­in úr, skor­in í þunn­ar sneiðar og sett í skál með 1 tsk. af salti og geymd í 30 mín. Blandið jóg­úrt­inni sam­an við saltaða ag­úrk­una, chili-fræ­in, sítr­ónusaf­ann, rauðlauk­inn, ögn salti og pip­ar, mintu og kórí­and­er. Blandið vel sam­an og setjið í kæli (geym­ist vel í 24 tíma).

Steikið lax­inn vel í olíu á vel heitri pönnu í u.þ.b. 34 mín. á hvorri hlið, kryddið með salti og pip­ar. Berið fram með fenník­u­sal­ati og raita-sós­unni.

Upp­skrift: Leif­ur Kol­beins / Fisk­ur í mat­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert