Matarmikil súpa sem er algjört lostæti

Hægelduð lasagne súpa er klárlega máltíð dagsins.
Hægelduð lasagne súpa er klárlega máltíð dagsins. mbl.is/Damndelicious.net

Þegar öll upp­á­halds og bestu hrá­efni lasagne mæt­ast í hæg­eldaðri súpu, þá er ekk­ert að fara klikka. Þessi er al­gjört lostæti og mett­ar um sex svanga maga. Upp­skrift­in er ein­föld sem all­ir geta ráðið við.

Matarmikil súpa sem er algjört lostæti

Vista Prenta

Lasagne súpa er al­gjört lostæti

  • 1 msk ólífu­olía
  • 250 g nauta­hakk
  • 250 g ít­ölsk kryddpylsa (Itali­an sausa­ge), garn­irn­ar fjar­lægðar
  • 3 hvít­lauksrif
  • 1 lauk­ur
  • 2 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 dós hakkaðir smá­tóm­at­ar
  • 6 boll­ar kjöt­kraft­ur
  • 1 tsk. ít­alskt krydd
  • 1 tsk. basilika krydd
  • sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar
  • 1½ bolli ósoðið pasta
  • ½ bolli ricotta ost­ur
  • 2 msk. söxuð fersk stein­selja.

Aðferð:

  1. Hitið olíu á stórri pönnu á meðal hita. Bætið hakki og kryddpyls­unni út á pönn­una og steikið í 5-8 mín­út­ur. Hellið fit­unni burt.
  2. Bætið hvít­lauk og lauk út á pönn­una og steikið í 2-3 mín­út­ur.
  3. Hellið kjöt­blönd­unni í pott og bætið tómöt­un­um út í ásamt kjöt­kraft­in­um, ít­ölsku kryddi og basilik­um. Smakkið til með salti og pip­ar.
  4. Setjið lok á pott­inn og eldið á litl­um hita í 7-8 tíma eða á háum hita í 5-6 tíma. Bætið þá past­anu út í, setjið lokið aft­ur á og hækkið í hit­an­um í 30 mín­út­ur eða þar til pastað er soðið. Smakkið til með salti og pip­ar.
  5. Berið strax fram með ricotta og ferskri stein­selju.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

mbl.is/​Damndelicious.net
mbl.is/​Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert