Allt á einni pönnu pepperoní pasta

mbl.is/GRGS

Hver elsk­ar ekki smá pepp­eróní með pasta? Hvað þá ef það er löðrandi í osti og al­menn­um huggu­leg­heit­um. Full­kom­inn kvöld­mat­ur þegar maður þarf smá kol­vetni.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á GRGS.is og klikk­ar ekki.

Allt á einni pönnu pepperoní pasta

Vista Prenta

Allt á einni pönnu pepp­eroní pasta

  • 120-150 g pepp­eroni
  • 1 krukka roa­sted basil garlic sauce Stonewall Kitchen
  • 70 g tóm­at­púrra
  • 200 g penne pasta
  • 500 ml vatn
  • salt og pip­ar
  • rif­inn mozzar­ella-ost­ur

Aðferð:

  1. Setjið pepp­eroni á djúpa pönnu ásamt tóm­at­mauki, pasta og vatni. Blandið vel sam­an og hitið að suðu.
  2. Lækkið hit­ann og látið malla með lok yfir pönn­una í 15 mín­út­ur eða þar til vökvinn er að mestu upp­leyst­ur. Smakkið til með salti og pip­ar.
  3. Setjið ost yfir allt og hitið þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert