Svona áttu að þrífa ofninn

Við viljum hafa ofninn hreinan er við stingum girnilegum réttum …
Við viljum hafa ofninn hreinan er við stingum girnilegum réttum inn í hann. mbl.is/Getty Images

Er eitthvað ógirnilegra en að stinga mat inn í haugaskítugan ofn? Það finnast ótal leiðir til að þrífa ofninn og halda honum hreinum – en öll trixin í bókinni eru tekin saman hér.

Lyftiduft á glerið
Til að ná glerinu á ofnhurðinni hreinu er eina vitið að draga fram lyftiduft, blanda saman við heitt vatn og nudda því á glerið. Skolið því næst með hreinu vatni og tusku.

Álpappír
Ein leið til að halda ofninum hreinum er að leggja álpappír á botninn á ofninum. Þá lendir allur safi og fita þar niður og festist því ekki á botninum á ofninum og vill svo brenna þegar við notum ofninn næst. Svo skiptir þú bara um álpappír eftir þörfum.

Brúnsápa
Sumir vilja meina að besta leiðin til að þrífa ofninn sé að maka hann að innan með brúnsápu og kveikja undir á 50° í hálftíma. Því næst skola með hreinu vatni og tusku. Það má einnig sleppa því að kveikja á ofninum og láta sápuna virka yfir nótt.

Ekki lengur sjálfhreinsandi
Er ofninn þinn orðinn það skítugur að sjálfhreinsibúnaðurinn er ekki að ná að vinna á blettunum? Þá getur þú notað tréspaða til að skrapa skítinn burt og því næst skrúbbað með mjúkum bursta og uppþvottalegi blönduðum út í vatn. Látið standa í klukkutíma og skolið vel á eftir með volgu vatni. Hitið síðan ofninn á hæsta hita í góða klukkustund.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Það er minna mál en við höldum að halda ofninum …
Það er minna mál en við höldum að halda ofninum hreinum. mbl.is/alt.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka