Morgunverður fyrir upptekna

Drykkir sem þessi eru frábær byrjun á deginum.
Drykkir sem þessi eru frábær byrjun á deginum. mbl.is/Damndelicious.net

Ef við eig­um að raða ein­hverju ofan í okk­ur þá eru það góðir og nær­ing­ar­rík­ir þeyt­ing­ar. Þessi er full­ur af góðum berj­um og ávöxt­um ásamt höfr­um til fyll­ing­ar – full­kom­inn fyr­ir berjaunn­end­ur. Hinn full­komni on-the-go-morg­un­verður er hér.

Morgunverður fyrir upptekna

Vista Prenta

Hinn full­komni on-the-go-morg­un­verður

  • ½ bolli jarðarber skor­in í sneiðar
  • ½ bolli hind­ber
  • ½ bolli blá­ber
  • 1 ban­ani
  • 1 bolli grísk jóg­úrt
  • 2 msk. haframjöl
  • 1-2 msk. aga­ve-síróp

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í bland­ara ásamt 1 bolla af ís­mol­um og blandið sam­an þar til bland­an verður mjúk.
  2. Berið strax fram og skreytið jafn­vel með berj­um á spjóti.
Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert