Hann er jafn sterkur og sitt eigið tekíla

Grjóthörð mynd af Dwayne Johnson að smakka tekíla.
Grjóthörð mynd af Dwayne Johnson að smakka tekíla. mbl.is/Instagram_therock

Eft­ir langa bið og allskyns próf­an­ir er „MANA“ loks­ins að koma á markað.

Klett­ur­inn sjálf­ur, Dwayne John­son, hef­ur staðið í ströngu við að full­komna hinn eina sanna tekíla drykk, en hann sótti um einka­leyfi á vörumerk­inu MANA, fyr­ir tæpu ári síðan sem gekk þó eitt­hvað illa eft­ir.

Tekíla er upp­á­halds áfengi drykk­ur Dwayne sem sést oft sötra á ein­um slík­um á sam­fé­lags­miðlum. Orðið MANA leik­ur stórt hlut­verk í menn­ing­ar­heimi fólks á Havaí og í Pó­lý­nes­íu – en orðið merk­ir „andi“.

Dwayne John­son til­kynnti á In­sta­gram síðu sinni að MANA væri loks­ins orðið að veru­leika. Sjálf­ur væri hann bú­inn að „standa í ströngu“ með að smakka og út­kom­an væri frá­bær.

mbl.is/​In­sta­gram_t­herock
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert