Svona skerðu lauk án þess að fella tár

Áttu það til að fella tár er þú skerð lauk?
Áttu það til að fella tár er þú skerð lauk? Becky Hardin - The Cookie Rookie

Það mat­væli sem fær mann til að grenja yfir elda­mennsk­unni er lauk­ur. Það eru nokk­ur trix sem geta hjálpað til er skera á lauk, til dæm­is að setja upp sund­gler­augu – fólk er í fullri al­vöru að gera það. En við lum­um á nokkr­um atriðum sem hafa má í huga þegar skera á lauk til að sleppa við tára­flóðið.

Ein regl­an er að halda end­an­um sem þú hef­ur skorið af frá þér og láta hann snúa niður í brettið.

Það skipt­ir einnig máli að vera með vel beitt­an hníf í þessa aðgerð. Illa beitt­ur hníf­ur sker ekki eins mjúk­lega í gegn og því spít­ist meira af saf­an­um frá laukn­um.

Aldrei, við mein­um aldrei snerta á þér aug­un eft­ir að þú hef­ur skorið lauk. Þetta seg­ir sig sjálft en er samt vert að taka fram. Og þvoið ykk­ur vel um hend­urn­ar.

Þegar þú hef­ur skorið lauk, settu hann þá til hliðar þar til þú þarft að nota hann.

Kald­ir lauk­ar eru með minna „vesen“ en þeir við stofu­hita. Leyfðu laukn­um að standa aðeins í ís­skáp áður en þú byrj­ar að skera í hann.

Sundgleraugu eru ein leið til að komast hjá því að …
Sund­gler­augu eru ein leið til að kom­ast hjá því að grenja við það að skera lauk. mbl.is/​Shutter­stock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert