Spaghettí með kjötbollum og frábærri sósu

Kjötbollur og speghettí er uppáhalds réttur allra á heimilinu.
Kjötbollur og speghettí er uppáhalds réttur allra á heimilinu. mbl.is/Spisbedre.dk

Við byrjum þessa viku á mjúku spaghettí með kjötbollum og alveg frábærri tómatsósu. Hér eru engin geimvísindi á ferð, heldur haldið í einfaldleikann og góðar aðferðir í þessari uppskrift.

Spaghettí með kjötbollum og frábærri sósu

  • 400 g nautahakk
  • 1 tsk. salt
  • 1 laukur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • handfylli af steinselju
  • 1 egg

Sósa:

  • 1 laukur
  • 3 stór hvítlauksrif
  • 1 msk. ólífuolía
  • ½ msk. þurrkað oregano
  • ½ msk. þurrkuð basilika
  • salt og pipar
  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • 3 dl vatn
  • 1 msk rauðvínsedik

Annað:

  • 400 g spaghettí
  • 75 g parmesan
  • Handfylli fersk basilika

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C. Blandið saman nautahakki, salti, smátt söxuðum lauk, pressuðum hvítlauk, egg og saxaðri steinselju. Mótið litlar bollur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið í sirka 15 mínútur þar til bollurnar eru næstum steiktar í gegn.

Sósa:

  1. Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu á pönnu. Bætið við oregano, basilikum, salti og pipar.
  2. Hellið hökkuðu tómötunum út á pönnuna, vatni og rauðvínsediki og látið suðuna koma upp. Leyfið síðan sósunni að malla undir loki í 10-15 mínútur.
  3. Smakkið sósuna til og setjið kjötbollurnar út í. Látið malla áfram í 5 mínútur undir loki.

Annað:

  1. Sjóðið spaghettí eftir leiðbeiningum  og berið fram með kjötbollum, tómatsósu og jafnvel nýrifnum parmesan og ferskri basilikum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert