Matur sem þú átt að borða daglega

Það get­ur reynst erfitt að halda lík­am­an­um í jafn­vægi, en ef þú sérð til þess að borða eft­ir­far­andi mat­væli ertu á góðri leið í átt að heil­brigðum og ánægðum lík­ama.

Hvít­lauk­ur – Það er ekki til gam­ans gert að ráðleggja fólki með flensu að borða hvít­lauk því hann er full­ur af víta­mín­um og berst á móti flensu­veirunni. Best er að neyta hans án þess að hita hann of mikið til að hann missi ekki eig­in­leika sína.

Brok­kolí – Grænu blóm­legu haus­arn­ir eru full­ir af C- og K-víta­mín­um sem styrkja bein­in. Og svo smakk­ast það líka svo vel.

Blá­ber – Hand­fylli af blá­berj­um gefa þér fullt af trefj­um og bæta minnið í heil­an­um.

Haframjöl – Borðir þú haframjöl muntu metta mag­ann í lengri tíma fyr­ir utan að taka inn B-víta­mín, fól­in­sýru, prótein og magnesí­um. Og ekki má gleyma hversu ódýr, holl­ur og góður mat­ur þetta er.

Te – Best af öllu fyr­ir kropp­inn eru hvítt og grænt te, en passaðu þig að drekka ekki of mikið af því þar sem það inni­held­ur koff­ín.

Dökkt súkkulaði – Það er sannað að dökkt súkkulaði hjálp­ar til við að minnka of háan blóðþrýst­ing og við lát­um ekki segja okk­ur það tvisvar.

Sítr­ón­ur – Eru full­ar af C-víta­mín­um og gefa þér í raun 100% ráðlagðan dagskammt af víta­mín­inu. C-víta­mín styrk­ir bein­in, fyr­ir­bygg­ir al­var­lega sjúk­dóma og lækk­ar blóðþrýst­ing­inn. Spurn­ing um að drekka meira af sítr­ónu­vatni?

Hafragrautur og fersk ber eru góður kostur fyrir líkamann.
Hafra­graut­ur og fersk ber eru góður kost­ur fyr­ir lík­amann. mbl.is/​All Over
mbl.is/​Shutter­stock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert