„Rifinn kjúklingur“ er eitthvað sem þú verður að prófa

Pulled chicken er það allra heitasta í dag og smakkast …
Pulled chicken er það allra heitasta í dag og smakkast alveg svakalega vel. mbl.is/Spisbedre.dk

Þú hef­ur ef­laust smakkað rifið svína­kjöt eða „pul­led pork“ oft­ar en einu sinni – en hef­ur þú smakkað rif­inn kjúk­ling? Aðferðin er sú sama með dá­semd­ar krydd­mar­in­er­ingu og kjötið verður svo mjúkt að þú varla þarft að tyggja. Hér er upp­skrift að rifn­um kjúk­lingi með an­anassalsa og avoca­do dress­ingu.

„Rifinn kjúklingur“ er eitthvað sem þú verður að prófa

Vista Prenta

Rif­inn kjúk­ling­ur

  • 4 kjúk­linga­bring­ur
  • 1 dl hænsnakraft­ur
  • 1 tsk. tóm­at­p­ur­re

Krydd­blanda:

  • 40 g púður­syk­ur
  • 2 tsk. reykt papríkukrydd
  • 1½ tsk. þurrkað or­eg­anó
  • 1 tsk. sinn­epskrydd
  • salt og pip­ar

An­anassalsa:

  • ½ þroskaður an­an­as
  • 1 rauð papríka
  • ½ rauðlauk­ur
  • 2 msk. fersk­ur kórí­and­ar
  • 1 lime
  • Salt og pip­ar

Avoca­dodress­ing:

  • 1 þroskaður avoca­do
  • 2 msk. ferskt kórí­and­er
  • 1 lime
  • 4 msk. hrein jóg­úrt
  • 1 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar

Annað:

  • ½ hvít- eða rauðkál
  • 8 tortill­ur

Aðferð:

Krydd­blanda:

  1. Hrærið sam­an púður­syk­ur, reykt papríkukrdd, or­egano, sinn­epskrydd, salt og pip­ar.
  2. Leggið bring­urn­ar í poka og hellið krydd­blönd­unni yfir. Nuddið krydd­inu vel inn í kjötið. Lokið pok­an­um og setjið í kæli til næsta dags.
  3. Hitið ofn­inn á 125°C.
  4. Leggið kjúk­linga­bring­urn­ar í eld­fast mót. Hrærið krafti og tóm­at­púrru sam­an og hellið í botn­inn á fat­inu. Setjið álp­app­ír yfir og stingið inn í ofn. Steikið í 3 tíma.

An­anassalsa:

  1. Skrælið an­anasinn og skerið í litla ten­inga. Skerið paprík­una í litla bita. Saxið rauðlauk­inn smátt. Blandið öllu sam­an við kórí­and­er og li­mes­afa og kryddið með salti og pip­ar.

Avoca­dodress­ing:

  1. Blandið avoca­do sam­an við kórí­and­er, li­mes­afa, jóg­úrt og olíu í bland­ara. Smakkið til með salti og pip­ar.

Sam­setn­ing:

  1. Takið bring­urn­ar upp úr fat­inu og leyfið þeim að kólna í 5 mín­út­ur á bretti. Tætið kjúk­ling­inn í sund­ur með tveim göffl­um.
  2. Skolið og skerið kálið smátt og hitið tortilla­kök­urn­ar. Berið fram með káli, kjúk­lingi, an­anassalsa og avoca­dodress­ingu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert