Galdradrykkurinn sem fær þig til að glóa

Ein svona á dag kemur kroppnum í lag.
Ein svona á dag kemur kroppnum í lag. mbl.is/Damndelicious.net

Láttu þér líða vel og vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Eitt skref í þessa átt er að hugsa vel um líkamann og þá kemur græn detox-þruma heldur betur sterkt inn. Þú munt glóa að utan sem innan með þessari ofurblöndu sem er sneisafull  af næringarefnum og inniheldur einungis 136 hitaeiningar.

Græna detox-þruman (fyrir 4)

  • 2 bollar spínat
  • 2 bollar klettasalat
  • 2 sellerí, saxað
  • 1 meðalstórt grænt epli, skorið
  • 1 bolli frosinn banani
  • 1 bolli möndlumjólk
  • 1 msk. engifer
  • 1 msk. chia-fræ
  • 1 msk. hunang

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel saman þar til blandan er laus við kekki.
  2. Berið strax fram.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert