Þar sem allir og amma þeirra hyggja á útskrift um helgina er ekki úr vegi að koma með snjallar uppástungur að einföldum en einstaklega lekkerum veitingum sem munu vekja almenna aðdáun og lukku meðal veislugesta.
Ostabakkar hafa þann skemmtilega eiginleika að geta ekki klikkað. Allir elska ost og þegar búið er að raða saman gómsætu meðlæti er bakkinn orðinn að hálfgerðu listaverki.
Hér erum við með útfærslu sem Berglind Hreiðars á Gotteri.is gerði. Hér er úrval osta – þó aðallega Dalaosta og Óðalsosta. Eins og sjá má á myndunum er um úrval osta að ræða þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Kjötmeti, ber, sultur, brauð, kex og ávextir setja svo punktinn yfir i-ið. Takið líka eftir því hvernig hún notar kökudisk á fæti til að búa til smá hækkun og auka þannig dýptina á veisluborðinu. Afar fagmannlega gert og passar á öll veisluborð.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...