Ketósprengja sem klikkar ekki

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér á Íslandsmótinu í áhugaverðum matarfyrirsögnum er mikil spenna í loftinu enda miklar væntingar bundnar við þessa uppskrift sem ætti að æra ketó-kroppana. Við erum að tala um avókadó og beikon. Tvo máttarstólpa nútímamatargerðar.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari snilld og hafi hún ævarandi þakkir fyrir.

Fyllt avókadó

  • 1 bréf beikon (um 200 g)
  • 200 g rifinn eldaður kjúklingur
  • 2 tómatar
  • 250 g kotasæla
  • ½ smátt saxaður rauðlaukur
  • 50 g saxað icebergsalat
  • 1 msk saxað kóríander
  • 3 avókadó
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Setjið beikonsneiðarnar á bökunarpappír á plötu/grind og bakið þar til stökkt, takið þá út og leggið á eldhúsbréf og kælið.
  3. Skerið tómatana í litla teninga og blandið saman við rifinn kjúkling, kotasælu, kál, lauk og kóríander og myljið að lokum beikon saman við (geymið örlítið til að strá yfir í lokin). Kryddið til með salti og pipar.
    Skerið avókadó til helminga, fjarlægið steininn og örlítið til viðbótar til þess að koma blöndunni betur fyrir.
    Fyllið avókadóið og skreytið með kóríander og smá beikonkurli.
mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert