Ketósprengja sem klikkar ekki

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér á Íslands­mót­inu í áhuga­verðum matar­fyr­ir­sögn­um er mik­il spenna í loft­inu enda mikl­ar vænt­ing­ar bundn­ar við þessa upp­skrift sem ætti að æra ketó-kropp­ana. Við erum að tala um avóka­dó og bei­kon. Tvo mátt­ar­stólpa nú­tíma­mat­ar­gerðar.

Það er Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn af þess­ari snilld og hafi hún ævar­andi þakk­ir fyr­ir.

Ketósprengja sem klikkar ekki

Vista Prenta

Fyllt avóka­dó

  • 1 bréf bei­kon (um 200 g)
  • 200 g rif­inn eldaður kjúk­ling­ur
  • 2 tóm­at­ar
  • 250 g kota­sæla
  • ½ smátt saxaður rauðlauk­ur
  • 50 g saxað ice­bergsal­at
  • 1 msk saxað kórí­and­er
  • 3 avóka­dó
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Setjið beikonsneiðarn­ar á bök­un­ar­papp­ír á plötu/​grind og bakið þar til stökkt, takið þá út og leggið á eld­hús­bréf og kælið.
  3. Skerið tóm­at­ana í litla ten­inga og blandið sam­an við rif­inn kjúk­ling, kota­sælu, kál, lauk og kórí­and­er og myljið að lok­um bei­kon sam­an við (geymið ör­lítið til að strá yfir í lok­in). Kryddið til með salti og pip­ar.
    Skerið avóka­dó til helm­inga, fjar­lægið stein­inn og ör­lítið til viðbót­ar til þess að koma blönd­unni bet­ur fyr­ir.
    Fyllið avóka­dóið og skreytið með kórí­and­er og smá bei­konkurli.
mbl.is/​Getty Ima­ges
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert