Hér kynnum við til leiks eina þá mestu snilld sem hugsast getur í smákökubakstri – eitt deig en tvær gerðir af smákökum. Smákökudeig sem þú bragðbætir að eigin óskum og setur svo í frysti. Þá áttu alltaf til deig fyrir nýbakaðar smákökur með kaffinu.
Eitt deig – tvær smákökur (ca. 35 stk.)
- 350 g hveiti
- 200 g sykur
- 1 vanillustöng
- ½ tsk. hjartarsalt
- 250 g smjör
- 1 egg
Möndlu- og appelsínubragð:
- 50 g möndlur
- 1 appelsína
- 35 g perlusykur
Súkkulaði- og heslihnetubragð:
- 2 msk. kakó
- 50 g dökkt súkkulaði
- 50 g heslihnetur
Aðferð:
- Blandið hveiti og sykri saman. Skafið kornin úr vanillustönginni og blandið saman við hveitið ásamt hjartarsalti.
- Hnoðið smjörinu saman við og setjið loks eggið út í deigið.
Möndlu og appelsínubragð:
- Skiptið deiginu til helminga. Rúllið öðrum helmingnum upp í pulsu og rúllið deiginu upp úr blöndu af fínt hökkuðum möndlum, rifnum appelsínuberki og perlusykri.
Súkkulaði og heslihnetubragð:
- Blandið kakó, súkkulaði og grófhökkuðum hnetum saman og hnoðið því saman við deigið áður en þið rúllið því upp sem pulsu.
Bakstur:
- Geymið deigið í ísskáp í 2-3 tíma og skerið það svo niður í þunnar skífur.
- Leggið skífurnar á bökunarplötu á bökunarpappír og bakið í 7-8 mínútur við 200°C þar til gylltar og stökkar. Kælið á rist.
- Ef þú vilt geyma smákökudeigið getur þú rúllað því upp sem pulsu og pakkað inn í plastfilmu. Setjið í poka og inn í frysti. Takið deigið út og skerið í þunnar skífur (vel hægt að gera það á meðan deigið er hálf frosið).