Hið fullkomna meðlæti

Hversu girnilegir tómatar!
Hversu girnilegir tómatar! mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie

Þess­ir tóm­at­ar munu vekja upp mikla gleði er þeir lenda á borðinu. Hér er upp­skrift að bökuðum tómöt­um með haug af osti sem passa nán­ast með öll­um mat.

Hið fullkomna meðlæti

Vista Prenta

Bakaðir tóm­at­ar með haug af osti

  • 4 stór­ir tóm­at­ar
  • 1 bolli mozzar­ella
  • 1 bolli par­mes­an
  • ½ bolli fersk basilika, skor­in
  • Ólífu­olía

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C.
  2. Skerið tóm­at­ana í þykk­ar sneiðar og leggið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  3. Leggið par­mes­an ofan á hverja sneið og því næst mozzar­ella.
  4. Stráið basiliku yfir og dreypið ólífu­olíu yfir allt sam­an.
  5. Bakið í 8-10 mín­út­ur þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað. Stillið þá á grill og bakið áfram í 2-3 mín­út­ur.
  6. Berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert