Langbesta guacamole uppskriftin

Þessi ídýfa er betri en allar aðrar sem þú hefur …
Þessi ídýfa er betri en allar aðrar sem þú hefur smakkað. mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie

Hér ber að kynna eina bestu guaca­mole-upp­skrift sem sést hef­ur. Við sem elsk­um mexí­kósk­an mat get­um ekki látið ídýfu sem þessa fram hjá okk­ur fara. Þessi er ein af þeim sem hægt er að japla á all­an dag­inn ef því er að skipta.

Langbesta guacamole uppskriftin

Vista Prenta

Ídýf­an sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara

  • ¼ bolli ferskt kórí­and­er, saxað
  • 3 msk. hvít­ur lauk­ur, mar­inn
  • ½ tsk. kos­her-salt
  • 1 jalapenjo, smátt skor­inn
  • 900 g avóka­dó
  • 2-3 msk. nýkreist­ur lime-safi
  • Tortilla-flög­ur
  • Tóm­at­ar, saxaðir til skrauts

Aðferð:

  1. Maukið sam­an 2 msk. kórí­and­er, lauk, salti og jalapenjo.
  2. Bætið næst avóka­dó út í og lime-safa og maukið áfram sam­an. Bætið var­lega kórí­and­er út í.
  3. Smakkið til með salti og lime safa.
  4. Skreytið með söxuðum tómöt­um og berið fram með tortilla-flög­um.
mbl.is/​Becky Har­din - The Cookie Rookie
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert