Matur sem er ekki eins hollur og þú heldur

Eru litir sushi bitar góður kostur fyrir okkur?
Eru litir sushi bitar góður kostur fyrir okkur? mbl.is/parcelpal.com

Við erum í stans­lausri bar­áttu við okk­ur sjálf um að borða hollt og halda góðri heilsu. Einn dag­inn eig­um við að drekka kó­kos­vatn og borða chia­fræ. Þann næsta kemst ekk­ert annað að en kínóa og möndl­umjólk – list­inn er lang­ur og stóra spurn­ing­in er hversu holl eru öll þessi mat­væli?

Aga­ve síróp
Aga­va síróp er sæt­ara en venju­leg­ur syk­ur og því þarf maður ekki eins mikið af því til að ná sæta bragðinu fram sem er stór­fínt. En það má ekki gleyma að sírópið inni­held­ur gott magn af sykri og er oft­ar en ekki unn­in mat­vara . Það má vel nota aga­ve síróp í staðinn fyr­ir syk­ur en það er eng­in töfra­lausn sem heil­brigt mataræði.

Sóda­vatn
Þó að sóda­vatn sé langt um betri en kók-drykk­ir þá er það alls ekki besti kost­ur­inn. Það er alltaf mælt með því að drekka gamla góða krana­vatnið, en það má kyrdda bragðið með myntu­blöðum, ag­úrku eða öðrum ávöxt­um.

Orkustang­ir
Það eru ótal marg­ir sem fá sér orku­stöng í stað súkkulaðis og sæl­gæt­is, með það að leiðarljósi að orkustang­ir séu mun holl­ari. Þvi miður er sann­leik­ur­inn sá að slík­ar stang­ir eru oft full­ar af kol­vetn­um sem leit­ast eft­ir að setj­ast á mag­ann. Best er að láta orkustang­ir vera nema þú sért að fara hlaupa 10 km eða taka á því í cross­fit tíma.

Fat-free
Það er mjög mik­il­vægt að vita að „fat-free“ er ekki með samasem­merki við eng­ar kalórí­ur, og að slík­ur mat­ur sé ekki endi­lega holl­ur því hann inni­haldi lítið af fitu. Veljið nátt­úru­leg­ar vör­ur sem eru rík­ar af trefj­um, víta­mín­um og steinefn­um held­ur en vör­ur sem eru fram­leidd­ar sem „fat-free“. 

Spelt
Spelt hef­ur tröllriðið öllu í lengri tíma hér á landi þar sem all­ir telja það vera ofur hollt, sem það í grunn­inn er. En marg­ar af spelt teg­und­un­um eru gerðar úr hveiti en ekki heil­hveiti og það ber að var­ast. Tékkaðu á því næst þegar þú ætl­ar að henda í nokkr­ar spelt­boll­ur með kaff­inu.

Sus­hi
Ekki láta blekkj­ast á litl­um girni­leg­um munn­bit­um sem inni­halda fisk, græn­meti og þang, því að meiri­hlut­inn af bit­un­um eru hvít hrís­grjón. Hvítu grjón­in inni­halda eng­in víta­mín, steinefni eða trefjar en aft­ur á móti eru þau vel pökkuð af kol­vetn­um sem auka blóðsyk­ur­inn.

Þurrkaðir ávext­ir
Það hljóm­ar sem hrein holl­usta að borða þurrkaða ávexti, en um leið og ávöxt­ur­inn er þurrkaður þá verður syk­ur­inni­haldið einnig meira. Ávöxt­ur­inn minnk­ar og þú borðar þar af leiðandi meira af hon­um. Marg­ir fram­leiðend­ur bæta einnig við syk­ur­inni­haldið til að gera ávext­ina meira góm­sæta, því skaltu skoða vel inni­halds­lýs­ing­una næst þegar þú gríp­ur poka í búðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert