Matur sem er ekki eins hollur og þú heldur

Eru litir sushi bitar góður kostur fyrir okkur?
Eru litir sushi bitar góður kostur fyrir okkur? mbl.is/parcelpal.com

Við erum í stanslausri baráttu við okkur sjálf um að borða hollt og halda góðri heilsu. Einn daginn eigum við að drekka kókosvatn og borða chiafræ. Þann næsta kemst ekkert annað að en kínóa og möndlumjólk – listinn er langur og stóra spurningin er hversu holl eru öll þessi matvæli?

Agave síróp
Agava síróp er sætara en venjulegur sykur og því þarf maður ekki eins mikið af því til að ná sæta bragðinu fram sem er stórfínt. En það má ekki gleyma að sírópið inniheldur gott magn af sykri og er oftar en ekki unnin matvara . Það má vel nota agave síróp í staðinn fyrir sykur en það er engin töfralausn sem heilbrigt mataræði.

Sódavatn
Þó að sódavatn sé langt um betri en kók-drykkir þá er það alls ekki besti kosturinn. Það er alltaf mælt með því að drekka gamla góða kranavatnið, en það má kyrdda bragðið með myntublöðum, agúrku eða öðrum ávöxtum.

Orkustangir
Það eru ótal margir sem fá sér orkustöng í stað súkkulaðis og sælgætis, með það að leiðarljósi að orkustangir séu mun hollari. Þvi miður er sannleikurinn sá að slíkar stangir eru oft fullar af kolvetnum sem leitast eftir að setjast á magann. Best er að láta orkustangir vera nema þú sért að fara hlaupa 10 km eða taka á því í crossfit tíma.

Fat-free
Það er mjög mikilvægt að vita að „fat-free“ er ekki með samasemmerki við engar kalóríur, og að slíkur matur sé ekki endilega hollur því hann innihaldi lítið af fitu. Veljið náttúrulegar vörur sem eru ríkar af trefjum, vítamínum og steinefnum heldur en vörur sem eru framleiddar sem „fat-free“. 

Spelt
Spelt hefur tröllriðið öllu í lengri tíma hér á landi þar sem allir telja það vera ofur hollt, sem það í grunninn er. En margar af spelt tegundunum eru gerðar úr hveiti en ekki heilhveiti og það ber að varast. Tékkaðu á því næst þegar þú ætlar að henda í nokkrar speltbollur með kaffinu.

Sushi
Ekki láta blekkjast á litlum girnilegum munnbitum sem innihalda fisk, grænmeti og þang, því að meirihlutinn af bitunum eru hvít hrísgrjón. Hvítu grjónin innihalda engin vítamín, steinefni eða trefjar en aftur á móti eru þau vel pökkuð af kolvetnum sem auka blóðsykurinn.

Þurrkaðir ávextir
Það hljómar sem hrein hollusta að borða þurrkaða ávexti, en um leið og ávöxturinn er þurrkaður þá verður sykurinnihaldið einnig meira. Ávöxturinn minnkar og þú borðar þar af leiðandi meira af honum. Margir framleiðendur bæta einnig við sykurinnihaldið til að gera ávextina meira gómsæta, því skaltu skoða vel innihaldslýsinguna næst þegar þú grípur poka í búðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka