Flatbrauð með sætkartöflu- og fetafyllingu

Dásamlegt flatbrauð sætkartöflu- og fetafyllingu.
Dásamlegt flatbrauð sætkartöflu- og fetafyllingu. mbl.is/Spisbedre.dk

Þessi skemmti­lega út­færsla af flat­brauði með fyll­ingu ber í raun nafnið „galette“ og minn­ir óneit­an­lega á böku en bak­ast þó ekki í formi. Deigið er ein­fald­lega lagt út á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu, fyll­ing­in smurð á og kant­arn­ir lagðir inn að fyll­ing­unni.

Flat­brauð með sæt­kart­öflu- og feta­fyll­ingu

Vista Prenta

Flat­brauð með sæt­kart­öflu- og feta­fyll­ingu (fyr­ir 4)

  • 250 g fínt haframjöl
  • 1 egg
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • ½ dl ólífu­olía
  • ½ dl vatn

Fyll­ing:

  • 200 g sæt­ar kart­öfl­ur
  • 1 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar
  • 150 g feta­ost­ur
  • 1 rós­marín stilk­ur

Aðferð:

  1. Setjið haframjölið í hakk­ara eða mat­vinnslu­vél og myljið það mjög fínt niður. Skiljið rauðuna af egg­inu frá hvít­unni.
  2. Blandið salti, lyfti­dufti og olíu í eggja­hvít­una. Hellið blönd­unni í haframjölið og blandið sam­an að deigi. Bætið við vatni, 1 msk. í einu þar til deigið hang­ir vel sam­an og er mjúkt.
  3. Rúllið deig­inu út í fern­ing á milli tveggja arka af bök­un­ar­papp­ír. Takið efri papp­ír­inn af og flytjið deigið yfir á bökk­un­ar­plötu. Geymið rauðurn­ar þangað til á eft­ir.

Fyll­ing:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C. Skrælið sætu kart­öfl­urn­ar og skerið í mjög þunn­ar skíf­ur. Veltið skíf­un­um upp úr ólífu­olíu og dreifið þeim yfir deigið í nokkr­um lög­um. Saltið og piprið. Brytjið feta­ost yfir og stráið rós­marín yfir.
  2. Brjótið hliðarn­ar á deig­inu inn og rétt yfir fylll­ingu – passið bara að það komi ekki göt í deigið. Penslið kant­ana með eggj­ar­auðunni og stráið haframjöli yfir.
  3. Bakið í ofni í 30-40 mín­út­ur þar til kant­arn­ir eru stökk­ir og gyllt­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert