Hinn fullkomni kúskúsréttur

Ekta matur á ljúfum sumardögum.
Ekta matur á ljúfum sumardögum. mbl.is/Mydailyspace.dk

Á ljúf­um sum­ar­dög­um lang­ar okk­ur ekk­ert alltaf í þung­an grill­mat eða að standa yfir pott­un­um allt kvöldið. Þá er létt­ur kúskús­rétt­ur akkúrat það sem þú þarfn­ast með sæt­um kart­öfl­um og feta.

Viss­ir þú að sæt­ar kart­öfl­ur eru eitt elsta græn­meti í heim­in­um og fund­ust í 10 þúsund ára göml­um perúsk­um hell­um? Sæt­ar kart­öfl­ur eru þó í raun ekki kart­öfl­ur held­ur rót­argræn­meti, merki­legt nokk.

Hinn fullkomni kúskúsréttur

Vista Prenta

Létt­ur kúskús­rétt­ur á ljúf­um sum­ar­degi

  • ferskt spínat eft­ir þörf­um
  • 1 rauðlauk­ur
  • fetakubb­ur
  • 1 askja kirsu­berjatóm­at­ar
  • 300-500 g sæt­ar kart­öfl­ur
  • grasker­skjarn­ar
  • safi úr 1 límónu
  • 200 g kúskús

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°. Skerið kart­öfl­urn­ar í ten­inga og veltið þeim upp úr olíu, salti og pip­ar. Setjið inn í ofn í 20 mín­út­ur.
  2. Sjóðið kúskúsið sam­kvæmt leiðbein­ing­um og leggið svo álp­app­ír yfir pott­inn og látið standa í 5 mín­út­ur.
  3. Skerið lauk, fetakubb og tóm­ata.
  4. Hellið límónusafa yfir kúskúsið og blandið sam­an við lauk­inn, fetakubb­inn, tóm­at­ana og spínatið.
  5. Blandið loks sætu kart­öfl­un­um sam­an við og stráið grasker­s­kjörn­um á topp­inn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert