Samlokan sem setur allt á hliðina

Réttið okkur þessa loku núna strax.
Réttið okkur þessa loku núna strax. mbl.is/Damndelicious.com

Mamma sagði alltaf að morg­un­mat­ur­inn væri mik­il­væg­asta máltíð dags­ins, og í þessu til­viki hef­ur hún svo sann­ar­lega rétt fyr­ir sér. Ef það er eitt­hvað sem er nauðsyn­legt að smakka þá er það þessi sam­loka hér. Stökkt brauð með eggi, bei­kon, guaca­mole og brædd­um osti – góðan dag­inn og gjörið svo vel.

Samlokan sem setur allt á hliðina

Vista Prenta

Sam­lok­an sem set­ur allt á hliðina

  • 8 bei­kon sneiðar
  • 4 stór egg
  • Kos­her salt og pip­ar
  • 4 þykk­ar ossneiðar að eig­in vali
  • 4 msk. ósaltað smjör við stofu­hita
  • 8 súr­deigs brauðsneiðar
  • 1 bolli guaca­mole

Aðferð:

  1. Hitið pönnu á meðal hita. Steikið bei­kon á pönnu og leggið því næst á papp­ír. Ekki losa ykk­ur við alla fit­una sem eft­ir er, skiljið um 1 msk eft­ir.
  2. Steikið egg­in þannig að hvít­an hef­ur tekið sig en rauðan er ennþá lin, 2-3 mín­út­ur. Saltið og piprið. Leggið ostsneiðar yfir hvert egg síðustu hálfa mín­út­una áður en egg­in eru til­bú­in.
  3. Smyrjið brauðið á báðum hliðum og setjið á pönn­una. Munið að snúa.
  4. Leggið fjór­ar brauðsneiðar á bretti og setjið gott lag af guaca­mole ofan á. Toppið með bei­kon, eggi og osti og því næst brauðsneið.
  5. Ber­ist strax fram.
mbl.is/​Damndelicious.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka