Samlokan sem setur allt á hliðina

Réttið okkur þessa loku núna strax.
Réttið okkur þessa loku núna strax. mbl.is/Damndelicious.com

Mamma sagði alltaf að morgunmaturinn væri mikilvægasta máltíð dagsins, og í þessu tilviki hefur hún svo sannarlega rétt fyrir sér. Ef það er eitthvað sem er nauðsynlegt að smakka þá er það þessi samloka hér. Stökkt brauð með eggi, beikon, guacamole og bræddum osti – góðan daginn og gjörið svo vel.

Samlokan sem setur allt á hliðina

  • 8 beikon sneiðar
  • 4 stór egg
  • Kosher salt og pipar
  • 4 þykkar ossneiðar að eigin vali
  • 4 msk. ósaltað smjör við stofuhita
  • 8 súrdeigs brauðsneiðar
  • 1 bolli guacamole

Aðferð:

  1. Hitið pönnu á meðal hita. Steikið beikon á pönnu og leggið því næst á pappír. Ekki losa ykkur við alla fituna sem eftir er, skiljið um 1 msk eftir.
  2. Steikið eggin þannig að hvítan hefur tekið sig en rauðan er ennþá lin, 2-3 mínútur. Saltið og piprið. Leggið ostsneiðar yfir hvert egg síðustu hálfa mínútuna áður en eggin eru tilbúin.
  3. Smyrjið brauðið á báðum hliðum og setjið á pönnuna. Munið að snúa.
  4. Leggið fjórar brauðsneiðar á bretti og setjið gott lag af guacamole ofan á. Toppið með beikon, eggi og osti og því næst brauðsneið.
  5. Berist strax fram.
mbl.is/Damndelicious.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert