Grilluð smábrauð með skinku og osti

Girnileg smábrauð grilluð í ofni eru dásamlegir munnbitar.
Girnileg smábrauð grilluð í ofni eru dásamlegir munnbitar. mbl.is/Spisbedre.dk

Þessi smáu skinku­brauð eru stökk en jafn­framst safa­rík og svo bragðgóð - bara við það eina að skella þeim í ofn­inn. Til­valið sem smá­rétt­ur eða sem meðlæti með góðri súpu.

Grilluð smábrauð með skinku og osti

Vista Prenta

Grilluð smá­brauð með skinku og osti

  • 2 msk ferskt timí­an
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • 25 g smjör
  • 1 msk tóm­at­púrra
  • Salt og pip­ar
  • 4 sneiðar súr­deigs­brauð
  • 4 skíf­ur af góðri skinku
  • Cherry tóm­at­ar
  • Rif­inn mozzar­ella

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á grill. Saxið timí­an og hvít­lauk­inn smátt og blandið sam­an við smjör, tóm­at­púrru, salt og pip­ar.
  2. Smyrjið brauðið með blönd­unni og leggið eina skinku­skífu ofan á ásamt nokkr­um hálf­skorn­um tómöt­um. Dreifið osti yfir og saltið og piprið. Leggið brauðið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  3. Grillið skinku­brauðið í ofni í nokkr­ar mín­út­ur þar til ost­ur­inn hef­ur tekið lit og berið fram á meðan þau eru ennþá volg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka