Nokkur atriði til að hafa í huga í svefnherberginu

Góður svefn er nauðsynlegur og því er mikilvægt að svefnherbergið …
Góður svefn er nauðsynlegur og því er mikilvægt að svefnherbergið sé notalegt. mbl.is/Pexels/Jumpstory

Mik­il­væg­asta rými heim­il­is­ins er svefn­her­bergið þar sem svefn er það besta sem við gef­um lík­am­an­um. Við eyðum allt að 1/​3 af líf­inu uppi í rúmi og því er mik­il­vægt að skapa ró­legt and­rými, þar sem hug­ur­inn fær full­komna slök­un án alls áreit­is. Ef svefn­her­bergið þitt er ein óreiða þá er tími til að bretta upp erm­ar og gera eitt­hvað í mál­un­um.

Veldu hús­gögn­in vel
Það er best að hafa sem minnst af hús­gögn­um í her­berg­inu en líka mik­il­vægt að velja þau vel. Við erum að tala um gott rúm, fata­skáp, nátt­borð og stól eða koll, þar sem þú vilt að  þess­ir hlut­ir end­ist þér til lengri tíma.

Lita­val
Lita­val hef­ur svo margt að segja um þína líðan í svefn­her­berg­inu. Sand­lit­ir eða dökk­blá­ir tón­ar skapa ró og jafn­vægi í rým­inu, sem er gott fyr­ir okk­ur áður en við dett­um inn í draumalandið – að ná púls­in­um niður eft­ir amst­ur dags­ins. Dumbrauður gæti líka gengið en alls ekki hrein­ir sterk­ir lit­ir eins og gul­ur og rauður.

Lýs­ing
Punkt­ur­inn yfir i-ið er alltaf lýs­ing­in, al­veg sama hvaða rými um ræðir. Spáðu í hvernig lýs­ingu þú vilt hafa. Viltu ein­ung­is hafa eitt ljós fyr­ir allt her­bergið sem er frá­bært þegar þig vant­ar birtu í til­tekt og þrif­um - eða líka borð- eða vegglampa sem skap­ar ró­legri stemn­ingu er þú legst upp í rúm með bók í hönd?

mbl.is/​Pxh­ere
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert