Vefjur sem hitta í mark

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Vefj­ur eru í miklu upp­á­haldi hjá und­ir­ritaðri enda hlýt­ur það að telj­ast ansi snjallt að geta sett all­an mat­inn í eina vefju og rúllað upp. Með því móti er hægt að taka vefj­una með hvert sem er og hún hent­ar jafn vel í kvöld­mat­inn eins og í nesti.

Hér er Berg­lind Hreiðars­dótt­ir á Gotteri.is með tvær út­gáf­ur af vefj­um sem eru hvor ann­arri girni­legri. 

Suðræna vefj­an er hinn full­komni su­mar­kvöld­verður og svo er hin meira á léttu nót­un­um. Pikknikkvefj­an er góð í nest­is­boxið, fjall­göng­una eða sem há­deg­is­verður að mínu mati en suðræna vefj­an er mat­ar­meiri.

Vefjur sem hitta í mark

Vista Prenta

Suðræn vefja upp­skrift

  • 6 stk. (1 pk) Missi­on Wraps vefj­ur með grill­rönd
  • 900 g kjúk­linga­bring­ur (3-4 stk) t.d. Rose Poul­try
  • 8-10 msk. Sweet BBQ sósa frá Heinz
  • ⅓ fersk­ur an­an­as
  • ½ mangó
  • íssal­at
  • rauðlauk­ur
  • vor­lauk­ur
  • kórí­and­er
  • rif­inn ost­ur
  • salt, pip­ar, ólífu­olía

Aðferð:

  1. Skerið græn­meti og ávexti í litla bita, rífið ost og leggið til hliðar.
  2. Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar í litla bita, steikið upp úr ólífu­olíu og kryddið til með salti og pip­ar. Þegar bitarn­ir eru steikt­ir í gegn er pann­an tek­in af hell­unni og BBQ sós­unni hrært sam­an við.
  3. Gerið vefj­urn­ar til­bún­ar og setjið vel af kjúk­linga­blöndu, rifn­um osti og græn­meti og ávöxt­um á hverja köku og vefjið upp.
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir

Hér er svo hin upp­skrift­in sem kall­ast Pikknikkvefja og hent­ar sér­deil­is vel í laut­ar­ferða á fal­leg­um degi.

Prenta

Pikknikkvefja upp­skrift

  • 5 stk. Missi­on Wraps vefj­ur með Quin­oa og Chia
  • 10 skinkusneiðar
  • ostsneiðar eft­ir smekk
  • 4 tóm­at­ar skorn­ir í sneiðar
  • íssal­at
  • rjóma­osta-sinn­epssósa (sjá upp­skrift að neðan)

Rjóma­osta-sinn­epssósa

  • 200 g Phila­delp­hia rjóma­ost­ur við stofu­hita
  • 2 msk. mjólk
  • ½  tsk. salt
  • ½ tsk. pip­ar
  • 1 msk. Sweet Yellow mu­st­ard frá Hunts

Aðferð:

  1. Smyrjið vel af rjóma­osta-sinn­epssósu á hverja vefju.
  2. Raðið álegg­inu á vefj­urn­ar og rúllið þétt upp.  
  3. Skerið aðeins af end­un­um beggja meg­in og skiptið hverri vefju síðan í fjóra bita.
  4. Festið hvern og einn bita sam­an með tann­stöngli eða öðru slíku.
  5. Full­komið í laut­ar­ferðina, nest­is­boxið eða hvað sem er.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert