Súkkulaðidraumur með kremi og saltkaramellu

Þessi súkkulaðibomba mun trylla mannskapinn.
Þessi súkkulaðibomba mun trylla mannskapinn. mbl.is/Spisbedre.dk

Súkkulaðikök­ur finn­ast í ótelj­andi stærðum og gerðum og þessi hér er alls eng­in und­an­tekn­ing. Súkkulaðikaka er ör­ugg­lega eina kak­an sem all­ir í fjöl­skyld­unni eru sam­mála um að baka – og hér er á ferðinni ein sann­kölluð fjöl­skylduklass­ík.

Við mæl­um með að ná mynd þegar salt­kara­mell­an lek­ur niður kök­una - og læt­ur því næst salt­flög­um rigna yfir kremið. 

Súkkulaðidraumur með kremi og saltkaramellu

Vista Prenta

Súkkulaðidraum­ur með kremi og salt­kara­mellu

Botn:

  • 200 g mjúkt smjör
  • 200 g syk­ur
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 80 g hveiti
  • 3 msk. kakó
  • 100 g dökkt súkkulaði
  • 3 egg
  • 1 tsk. maldon salt

Súkkulaðikrem:

  • 75 g mjúkt smjör
  • 225 g flór­syk­ur
  • 125 g mascarpo­ne
  • 150 g mjólk­ursúkkulaði
  • 100 g val­hnetukjarn­ar

Salt­kara­mella:

  • 1 dós niðursoðin mjólk
  • 1 dl ljós muscovado syk­ur
  • 50 g smjör
  • 1 dl rjómi
  • 1 tsk maldon salt

Annað:

  • Maldon salt til að skreyta.
  • Köku­form 20 cm.

Aðferð:

Botn:

  1. Hrærið smjör og syk­ur sam­an í jafn­an massa. Sigtið lyfti­duft, hveiti og kakó út í og hrærið vel sam­an.
  2. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið út í hveiti­blönd­una. Pískið egg­in út í, eitt í einu og því næst kem­ur maldon saltið.
  3. Hellið deig­inu í smurt bök­un­ar­mót og bakið kök­unaa við 175°C í 45-50 mín­út­ur, þar til bökuð í gegn. Kælið og skerið þá til helm­inga í tvo botna.

Súkkulaðikrem:

  1. Pískið smjör og flór­syk­ur sam­an og hrærið mascarpo­ne ost­in­um út í. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið því út í smjörkremið. Smyrjið ann­an botn­inn með krem­inu og leggið því næst hinn botn­inn ofan á.
  2. Hakkið hnet­urn­ar gróf­lega og ristið á þurri pönnu. Stráið yfir kök­una og látið kök­una standa í kæli í 1 tíma.

Salt­kara­mella:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í pott og látið malla í 15 mín­út­ur, hrærið í með jöfnu milli­bili þar til kara­mell­an þykkn­ar. Kælið og hellið yfir kök­una. Dreyfið maldon salti yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert