Súkkulaðikökur finnast í óteljandi stærðum og gerðum og þessi hér er alls engin undantekning. Súkkulaðikaka er örugglega eina kakan sem allir í fjölskyldunni eru sammála um að baka – og hér er á ferðinni ein sannkölluð fjölskylduklassík.
Við mælum með að ná mynd þegar saltkaramellan lekur niður kökuna - og lætur því næst saltflögum rigna yfir kremið.
Súkkulaðidraumur með kremi og saltkaramellu
Botn:
- 200 g mjúkt smjör
- 200 g sykur
- 1 tsk. lyftiduft
- 80 g hveiti
- 3 msk. kakó
- 100 g dökkt súkkulaði
- 3 egg
- 1 tsk. maldon salt
Súkkulaðikrem:
- 75 g mjúkt smjör
- 225 g flórsykur
- 125 g mascarpone
- 150 g mjólkursúkkulaði
- 100 g valhnetukjarnar
Saltkaramella:
- 1 dós niðursoðin mjólk
- 1 dl ljós muscovado sykur
- 50 g smjör
- 1 dl rjómi
- 1 tsk maldon salt
Annað:
- Maldon salt til að skreyta.
- Kökuform 20 cm.
Aðferð:
Botn:
- Hrærið smjör og sykur saman í jafnan massa. Sigtið lyftiduft, hveiti og kakó út í og hrærið vel saman.
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið út í hveitiblönduna. Pískið eggin út í, eitt í einu og því næst kemur maldon saltið.
- Hellið deiginu í smurt bökunarmót og bakið kökunaa við 175°C í 45-50 mínútur, þar til bökuð í gegn. Kælið og skerið þá til helminga í tvo botna.
Súkkulaðikrem:
- Pískið smjör og flórsykur saman og hrærið mascarpone ostinum út í. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið því út í smjörkremið. Smyrjið annan botninn með kreminu og leggið því næst hinn botninn ofan á.
- Hakkið hneturnar gróflega og ristið á þurri pönnu. Stráið yfir kökuna og látið kökuna standa í kæli í 1 tíma.
Saltkaramella:
- Setjið öll hráefnin í pott og látið malla í 15 mínútur, hrærið í með jöfnu millibili þar til karamellan þykknar. Kælið og hellið yfir kökuna. Dreyfið maldon salti yfir.