Kjúklingavængir sem kveikja í þér

Grillaðir kjúklingavængir eru auðveldir í framkvæmd og hinn fullkomni grillmatur.
Grillaðir kjúklingavængir eru auðveldir í framkvæmd og hinn fullkomni grillmatur. mbl.is/Parker Feierbach

Það jafn­ast ekk­ert á við grill­mat, og á sæt­um sum­ar­dög­um er ekki verra að geta gripið í ein­falda upp­skrift sem all­ir í fjöl­skyld­unni munu elska. Hér bjóðum við upp á grillaða kjúk­linga­vængi sem eru hreint út sagt frá­bær­ir og born­ir fram með kaldri sósu.

Kjúklingavængir sem kveikja í þér

Vista Prenta

Girni­leg­ir og grillaðir kjúk­linga­væng­ir

  • Rif­inn börk­ur af 1 sítr­ónu
  • 2 tsk. sjáv­ar­salt
  • 1 tsk. papríku­duft
  • 1 tsk. hvít­laukssalt
  • 1 tsk. lauk­duft
  • 1 tsk. þurrkað timí­an
  • ¼ tsk. cayenne pip­ar
  • 1 kg kjúk­linga­væng­ir
  • Ólífu­olía

Sósa:

  • ½ bolli maj­ónes
  • Safi úr 1 sítr­ónu
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • 2 tsk. pip­ar­rót
  • 2 tsk. graslauk­ur, smátt saxaður
  • 1 tsk.hot sósa

Aðferð:

  1. Blandið sam­an í skál, rifn­um sítr­ónu­berki, salti, papríkukryddi, hvít­laukssalti, lauk­dufti, timí­an og cayenne pip­ar. Þurrkið af kjúk­linga­vængj­un­um og veltið upp úr krydd­blönd­unni.
  2. Hitið grillið eða grillpönnu á meðal hita. Penslið grillið með ólífu­olíu og leggið væng­ina á grillið. Steikið í 15-20 mín­út­ur.
  3. Sósa: Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í skál og berið fram með nýgrilluðum vængj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert