Sumardrykkur fyrir sólarþyrsta

mbl.is/Thecookierookie.com

Ef þið eruð að elska þetta sumar eins mikið og við þá er kanna af ísköldum sumardrykk alltaf vel þegin þegar svitinn er farinn að leka af okkur. Enda er mjög mikilvægt að vökva líkamann í þessum hita sem við erum búin að fá síðustu vikur – eins og með þessum ískalda mojito á könnu, en hér dugar ekkert minna en kanna. Hér má bera drykkinn fram fyrir alla fjölskylduna og sleppa áfenginu eða bæta því við en þá verður drykkurinn meira fullorðins.

Sumardrykkur fyrir sólarþyrsta

  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli vatn
  • ⅔ bolli fersk myntulauf

Fyrir áfengan drykk:

  • 2 bollar white rum
  • 1 bolli ferskur lime safi (6-8 lime)
  • 2 bollar sódavatn

Skraut:

  • Ferskar lime sneiðar
  • Myntulauf

Aðferð:

  1. Setjið sykur á litla pönnu eða pott á meðalhita, bætið við vatni og myntulaufum og látið malla. Hrærið í þar til sykurinn hefur leysts upp og látið malla áfram í aðrar 3 mínútur án þess að hræra í. Hellið því næst blöndunni í sigti og yfir í skál og látið í ísskáp í 30 mínútur.

Fyrir áfengan drykk:

  1. Þegar sýrópblandan hefur kólnað, hellið henni þá í könnu og bætið við rommi og lime safa. Hrærið í og kælið í 1 klst. Geymist í allt að 3 daga í kæli.

Berið fram:

  1. Þegar drykkurinn er orðinn vel kældru, bætið þá við sódavatni og hrærið varlega í á meðan.
  2. Hellið  í glös og skreytið með lime sneiðum og myntulaufum.
Ískaldur mojito drykkur með eða án áfengis.
Ískaldur mojito drykkur með eða án áfengis. mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka