Einfaldur kvöldmatur upp á tíu

Sjáið þessa ítölsku fánaliti í einum rétti.
Sjáið þessa ítölsku fánaliti í einum rétti. mbl.is/Stine Christiansen Skovdal

Hér er örugglega um einfaldasta pastarétt að ræða, eða í það minnsta einn af þeim. Hér er notast við litla bragðgóða tómata og mjúka mozzarellakúlu ásamt ferskri basiliu. Þessi réttur tekur einungis þann tíma sem spaghettíið tekur að sjóða.

Einfaldur kvöldmatur upp á tíu (fyrir 4)

  • 500 g litlir bragðmiklir cherry tómatar
  • 2 stórar kúlur af mozzarella
  • Fersk basilikum
  • 1 dl ólífuolía
  • 2 stór hvítlauksrif, mjög smátt söxuð
  • 1 tsk flögusalt
  • Nýmalaður pipar
  • 500 g spaghettí

Aðferð:

  1. Skerið tómatana til helminga. Rífið mozzarella ostinn í meðalstóra bita og blandið hvoru tveggja við ólífuolíu, hvítlauk og basilikum.
  2. Smakkið til með salti og pipar og látið standa á meðan spaghettíið sýður í pottinum í saltvatni.
  3. Hellið vatninu af spaghettíinu en þó ekki alveg öllu. Hellið tómatblöndunni yfir spaghettíið og blandið vel saman. Setjið lokið á pottinn og látið standa í 2 mínútur.
  4. Nú ætti mozzarella osturinn að vera orðinn extra mjúkur og hráefnin hafa tekið sig saman.
  5. Berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka