Kartöflusalat sem þú munt elska

Þú munt ekki smakka betra kartöflusalat en akkúrat þetta hér.
Þú munt ekki smakka betra kartöflusalat en akkúrat þetta hér. mbl.is/Frederikkewaerens.dk

Ef þig hungr­ar í kart­öflu­sal­at þá er þetta það eina rétta. Nýj­ar kart­öfl­ur í bland við dá­sam­lega dress­ingu með sinn­epi og kryd­d­jurt­um er of gott til að vera satt.

Hér má auðveld­lega nýta af­gangskart­öfl­ur eða vera búin að sjóða þær jafn­vel deg­in­um áður en kart­öflu­sal­atið á að vera í mat­inn. Sem hent­ar bæði sem meðlæti eða sem létt­ur kvöld­mat­ur.

Kartöflusalat sem þú munt elska

Vista Prenta

Kart­öflu­sal­at sem þú munt elska

  • 750 g litl­ar kart­öfl­ur

Dress­ing:

  • 1 msk dijon sinn­ep
  • 1 tsk fljót­andi hun­ang
  • ½ dl ólífu­olía
  • ¼ dl edik (t.d. hvít­vín­se­dik)
  • ½ kalt vatn
  • 1 msk kapers, smátt saxað
  • Salt og pip­ar
  • Karsi
  • Stein­selja, smátt söxuð
  • Púrr­lauk­ur, smátt saxaður

Skraut:

  • Asp­as
  • Cherry tóm­at­ar
  • Kryd­d­jurtir

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar  og skrælið. Látið þær al­veg kólna áður en þær eru skorn­ar niður (út­búið jafn­vel dag­inn áður).
  2. Dress­ing: Setjið sinn­ep og hun­ang í skál og pískið sam­an ásamt ólífu­olíu. Bætið því næst ed­iki, vatni og hökkuðu kapers. Smakkið til með salti og pip­ar. Dress­ing­in má gjarn­an vera í sterk­ari kant­in­um því hún á eft­ir að draga sig inn í kart­öfl­urn­ar. Bætið við karsa, saxaðri stein­selju og smátt skorn­um púrr­lauk.
  3. Skerið kart­öfl­urn­ar til helm­inga eða í fjóra bita, fer eft­ir stærðinni. Og blandið þeim var­lega við dress­ing­una. Setjið inn í ís­skáp og látið standa í 3-4 tíma.
  4. Skolið asp­asinn og brjótið end­ana af. Skerið asp­asinn í bita og setjið í sjóðandi vatn í 1 mín­útu. Hellið þeim yfir í sigti og skolið strax með köldu vatni.
  5. Setjið kart­öflu­sal­atið á fat og skreytið með aspasskíf­um, cherry tómöt­um og kryd­d­jurt­um.
mbl.is/​Frederikk­ewa­erens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert