Ómótstæðileg tortillapizza með kartöflum

Þessi flatbaka er lygilega góð og kemur skemmtilega á óvart.
Þessi flatbaka er lygilega góð og kemur skemmtilega á óvart. mbl.is/Winniew Methmann

Upp­skrift að ómót­stæðilegri pizzu þar sem klass­ísk­um pizza­botni er skipt út með tortilla­kök­um. Þunn­um kart­öflu­skíf­um er dreift yfir ásamt mascarpo­ne og fersku timí­an. Þessi er æv­in­týr­an­lega góð og verður að smakk­ast. Það má að sjálf­sögðu not­ast við venju­leg­an pizza­botn eða jafn­vel flat­braut af ýms­um gerðum.

Ómót­stæðileg tortillap­izza með kart­öfl­um

Vista Prenta

Ómót­stæðileg tortillap­izza með kart­öfl­um

  • 8 kart­öfl­ur
  • 4 tortilla­kök­ur
  • 2 dl mascarpo­ne
  • Hand­fylli ferkst rós­marín
  • Salt og pip­ar
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 30 g par­mes­an

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C. Skrælið kart­öfl­urn­ar og skerið í mjög þunn­ar sneiðar en hér má not­ast við mandol­in­járn.
  2. Smyrjið tortilla­kök­urn­ar með mascarpo­ne og dreifið kart­öflu­skíf­un­um jafnt yfir. Dreifið rós­marín yfir og kryddið með salti og pip­ar. Dreypið einnig ör­litlu af ólífu­olíu yfir.
  3. Bakið pizzurn­ar í ofni í sirka 15 mín­út­ur eða þar til kant­ur­inn er orðinn stökk­ur og kart­öfl­urn­ar ljós­gyllt­ar. Dreifið par­mes­an og rós­marín yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert