Avocado-rist með sultuðum rauðlauk

Slengið þessu á borðið - núna!
Slengið þessu á borðið - núna! mbl.is/Frederikkewærens.dk

Ef við mynd­um segja að þessi sam­setn­ing muni sprengja í ykk­ur bragðlauk­ana þá yrðuð þið sann­færð eft­ir að hafa smakkað.

Ristað súr­deigs­brauð með avoca­do, sultuðum rauðlauk, timí­an, sinn­eps­fræ, ristaðar furu­hnet­ur og fersk­ar kryd­d­jurtir – allt sem þú þarft í kropp­inn þinn góða á þess­um degi.

Avocado-rist með sultuðum rauðlauk

Vista Prenta

Avoca­do-rist með sultuðum rauðlauk (fyr­ir 4)

  • 3 þroskaðir avoca­do
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • Salt og pip­ar
  • Safi úr 1 lime
  • 4 súr­brauðssneiðar
  • Fersk­ar kryd­d­jurtir (timí­an, estragon eða stein­selja)
  • Furu­hnet­ur
  • 1 lime skorið í báta

Sultaður rauðlauk­ur:

  • 4 meðal­stór­ir rauðlauk­ar
  • 1,5 dl syk­ur
  • 1 dl edik
  • 0,5 dl hvít­vín­se­dik
  • 1,5 dl vatn
  • 1 tsk. sinn­eps­fræ
  • Ferskt timí­an

Aðferð:

Sultaður rauðlauk­ur:

  1. Takið utan af laukn­um og skerið í þunn­ar skíf­ur. Setjið öll hrá­efn­in í pott og hitið þannig að syk­ur­inn leys­ist upp.
  2. Takið fram hreina sultukrukku og hellið blönd­unni í krukk­una og geymið í kæli til næsta dags. Því þynnri sem skíf­urn­ar eru því fyrr verður bland­an til­bú­in. Sultaður lauk­ur get­ur haldið sér í nokkr­ar vik­ur í kæli.

Sam­setn­ing:

  1. Stappið avoca­do með gaffli í skál. Blandið sýrðum rjóma, salti, pip­ar og lime-safa út í.
  2. Ristið 4 brauðsneiðar og skiptið avoca­do-mauk­inu jafnt á all­ar brauðsneiðarn­ar.
  3. Skreytið með kryd­d­jurt­um, ristuðum furu­hnet­um, sultuðum rauðlauk og lime-skíf­um.
Sultaður rauðlaukur er rosalega góður með avocado á ristuðu brauði …
Sultaður rauðlauk­ur er rosa­lega góður með avoca­do á ristuðu brauði og einnig á ham­borg­ara. mbl.is/​Frederikk­ewær­ens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert