Marengsdraumur með jarðarberjum

Þessi mun njóta mikilla vinsælda á kaffiborðinu um helgina.
Þessi mun njóta mikilla vinsælda á kaffiborðinu um helgina. mbl.is/Pontus Ferneman

Sum­arið er svo sann­ar­lega tím­inn til að leyfa sér gúm­melaði og gotte­rí. Þessi mar­engs­draum­ur er full­kom­inn á kaffi­borðið í sól­arglamp­an­um sem er að leika við okk­ur þessa dag­ana.

Marengsdraumur með jarðarberjum

Vista Prenta

Mar­engs­draum­ur með jarðarberj­um

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 2 dl syk­ur
  • 3 dl Rice Krispies
  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 5 dl rjómi
  • 2 l jarðarber

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar og bætið sykri við smátt og smátt á meðan þú písk­ar.
  2. Veltið Rice Krispies í mar­engs­inn.
  3. Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og teiknið hringi sirka 20 cm á bök­un­ar­papp­írínn. Hellið mar­engs­in­um jafnt í alla hring­ina.
  4. Setjið inn í 150°C heit­an ofn og lækkið þegar mar­engs­inn fer inn niður í 125°C. Bakið í ofni í 1 tíma og 15 mín­út­ur.
  5. Slökkvið á ofn­in­um og látið mar­engs­botn­ana kólna í ofn­in­um – ekki opna ofn­inn á meðan hann kóln­ar.
  6. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir botn­ana og látið það storkna.
  7. Þeytið rjómann og leggið mar­engs­botn­ana ofan á hvor ann­an með rjóma og jarðarberj­um á milli.
  8. Skreytið með jarðarberj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert