Hversdagsréttur af bestu gerð

Léttur réttur í miðri viku er akkúrat það sem við …
Léttur réttur í miðri viku er akkúrat það sem við viljum. mbl.is/Winnie Methmann

Hvers­dags­mat­ur með fersku hrá­efni er eitt­hvað sem við slá­um ekki hend­inni á móti. Steikt hrís­grjón með græn­meti og eggj­um er hin full­komna máltíð sem mun eng­an svíkja.

Hversdagsréttur af bestu gerð

Vista Prenta

Hvers­dags­rétt­ur af bestu gerð

  • 300 g hrís­grjón (hér er til­valið að nota hrís­grjón frá deg­in­um áður)
  • 1 lauk­ur
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 2 msk ses­a­mol­ía
  • 3 stór­ar gul­ræt­ur
  • 3 vor­lauk­ar
  • 2 dl frosn­ar græn­ar baun­ir
  • 2 msk. soja sósa
  • 1 msk. ostrusósa
  • ½ lime
  • 4 egg
  • Kórí­and­er

Aðferð:

  1. Sjóðið hrís­grjón sam­kvæmt leiðbein­ing­um og látið kólna eða notið frá deg­in­um áður.
  2. Hakkið lauk­inn smátt. Pressið hvít­lauk­inn og steikið lauk og hvít­lauk upp úr ses­a­mol­íu á wokpönnu.
  3. Skrælið gul­ræt­urn­ar og skerið í þunn­ar skíf­ur.
  4. Hreinsið vor­lauk­inn og skerið í skíf­ur. Bætið gul­rót­um og vor­lauk út í og bætið við hrís­grjón­um og frosn­um baun­um. Hitið vel í gegn.
  5. Bætið sojasósu, ostrusósu og li­mes­afa út á pönn­una og steikið hrís­grjón­in þar til þau verða gyllt.
  6. Pískið egg­in sam­an í skál. Ýtið hrís­grjón­un­um til hliðar á pönn­unni og steikið egg­in – hrærið í eggj­un­um á pönn­unni.
  7. Blandið eggj­un­um sam­an við hrís­grjóna­blönd­una og berið fram með kórí­and­er.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert