Ídýfan sem þú verður að smakka

Dúndurgóð ídýfa sem þú munt elska.
Dúndurgóð ídýfa sem þú munt elska. mbl.is/Thecookierookie.com

Við erum ekk­ert að grín­ast með þessa ídýfu! Hún er guðdóm­leg og verður að smakk­ast. Hér bor­in fram með ristuðu bagu­ette-brauði sem sleg­ist verður um.

Ídýfan sem þú verður að smakka

Vista Prenta

Ídýf­an sem verður að smakk­ast

  • 1 bolli sýrður rjómi
  • ½ tsk. dijon-sinn­ep
  • 1 tsk. hvít­laukskrydd
  • 1 tsk. timí­an-krydd
  • 1 tsk. allra handa krydd
  • 2 boll­ar mozzar­ella
  • 2 boll­ar rif­inn Montery Jack-ost­ur
  • 1 bolli fersk basilika, söxuð
  • 1 bolli tóm­ata, skorn­ir niður
  • Bagu­ette-brauð

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Hrærið sam­an sýrðum rjóma, sinn­epi og krydd­um.
  3. Bætið því næst við ost­in­um og saxaðri stein­selju.
  4. Hellið blönd­unni í lítið eld­fast mót.
  5. Dreifið tómöt­um yfir.
  6. Bakið í 10-15 mín­út­ur þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað.
  7. Á meðan ídýf­an er í ofn­in­um, skerið þá brauðið og setjið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  8. Penslið brauðið með góðri ólífu­olíu og bakið í ofni í 6-8 mín­út­ur þar til brauðið hef­ur rist­ast.
  9. Berið ídýfu fram með ristuðu brauði.
mbl.is/​Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert